Viðskipti

Halda jólin frítt með inn­eign í appinu

Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa.

Samstarf

Hátt raun­vaxta­stig sam­hliða hægari vexti gæti skapað á­skoranir

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.

Viðskipti innlent

Danska ríkið kaupir Kastrup

Danska ríkið hyggst kaupa 59,4 prósenta hlut í Kastrup flugvelli af lífeyrissjóðnum ATP. Ríkið átti áður rúmlega fjörutíu prósenta hlut í flugvellinum og mun því eiga 98 prósenta hlut eftir kaupin.

Viðskipti erlent

Gunnars loksins selt

Myll­an-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum.

Viðskipti innlent

Ungum Áströlum bannað að nota sam­félags­miðla

Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti.

Viðskipti erlent

Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut.

Viðskipti innlent