Viðskipti

Segir allar á­sakanir full­kom­lega tilhæfulausar

Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins.

Viðskipti innlent

Strákar og stálp fá styrk

Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor.  

Viðskipti innlent

Um­deild við­skipti fá ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 

Viðskipti innlent

Hildur ráðin for­stjóri Advania

Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar.

Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi eykst

Í janúar 2025 voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,8 prósent, sem er aukning um heila prósentu milli mánaða.

Viðskipti innlent

Skipti í brúnni hjá Indó

Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Smári Rúnar ráðinn fjár­mála­stjóri

Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða.

Viðskipti innlent

„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“

Hátt í þrjátíu prósent leigjenda á Íslandi búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sem er vel yfir meðaltali innan OECD. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætlar að leiguverð muni halda áfram að hækka á næstu misserum. Skammtímaleiga er meðal þess sem skýrir hærra leiguverð en nær fimmta hver íbúð í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb

Viðskipti innlent

Semja um fjögurra milljarða króna lán

Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá.

Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti

Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna.

Neytendur

Morgun­blaðið skammað fyrir að birta ó­vart lítið merki

Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Neytendur

Stytta skammar­krókinn til muna

Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar.

Neytendur

Gjald­þrota meðhöndlari

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex konum, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð þess efnis þann 4. febrúar síðastliðinn. 

Viðskipti innlent

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita

Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins.

Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba

Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent

„Minnstu loðnu­ver­tíð sögunnar að ljúka“

„Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag.

Viðskipti innlent