Skoðun

Skattspor ferða­þjónustunnar 184 milljarðar árið 2023

Pétur Óskarsson skrifar

Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar.

Skoðun

Kynskiptur vinnu­markaður

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands.

Skoðun

Við kjósum Magnús Karl

Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa

Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður.

Skoðun

Harka af sér og halda á­fram

Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Það vakti hjá mér allskyns spurningar að lesa viðtal við Þorgrím Þráinsson rithöfund þar sem hann ræðir um líðan ungmenna á Íslandi.

Skoðun

Gulur, rauður, blár og B+

Jón Pétur Zimsen skrifar

Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu.

Skoðun

Í hverjum bekk býr rit­höfundur – Ís­land, land lifandi ævin­týra

Einar Mikael Sverrisson skrifar

Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum.

Skoðun

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld.

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigurjón Andrésson skrifa

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Skoðun

Fjár­festum í vega­kerfinu

Stefán Broddi Guðjónsson skrifar

Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar.

Skoðun

Skjánotkun for­eldra - tímarnir breytast og tengslin með?

Stefán Þorri Helgason skrifar

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar.

Skoðun

Til þjónustu reiðu­búin í Garða­bæ

Almar Guðmundsson skrifar

Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum.

Skoðun

Vindmyllugarðar í einka­eigu ekki hag­kvæmir fyrir al­menning

Hildur Þórðardóttir og Stefanía Gísladóttir skrifa

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga.

Skoðun

Nauðgunar­mál, 2. grein. Upp­lýsingar fást ekki

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Í fyrri grein um þetta efni sem birt var hér í Vísi 13.11.2024, kom fram að mér hefði verið neitað um tölfræðilegar upplýsingar um niðurstöður kæra í nauðgunarmálum hjá Ríkissaksóknara.

Skoðun

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig

Flosi Eiríksson skrifar

Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá.

Skoðun

Er tantra einungis um kyn­líf?

Rajan Parrikar skrifar

Mér var knúið til að skrifa þessa grein eftir að hafa lesið „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“ þar sem höfundurinn reynir að afsanna þá hugmynd að Tantra sé einungis „furðulegar kynlífsstellingar“ en fer síðan að einblína nær eingöngu á kynferðislega þætti þess.

Skoðun

Al­þjóð­legir straumar í mennta­málum: Valdeflum kennara

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti.

Skoðun

Hug­leiðingar um virðismat kennara

Bergur Hauksson skrifar

Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta.

Skoðun

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson og Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifa

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem nýr formaður flokksins verður kosinn. Við, yfir 260 ungir sjálfstæðismenn, styðjum Áslaugu Örnu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun

Minning fórnar­lamba hel­fararinnar sví­virt

Einar Ólafsson skrifar

27. janúar síðastliðinn var þess minnst með minningarathöfn í Auschwitz að 80 ár voru liðin frá helförinni. Viðstaddir voru margir þjóðarleiðtogar og aðrir fulltrúar frá Evrópulöndum og víðar. Kjörorðið „Aldrei aftur“ var rifjað upp: „Viðkvæðið „aldrei aftur“ er það sem hafði bein áhrif á stofnun þess sem hefur orðið Evrópusambandið í dag, við upphaf þess verkefnis friðar og sátta eftir síðari heimsstyrjöldina,“ segir í minnisblaði frá Evrópuþinginu í tilefni dagsins.

Skoðun

Minna af þér og meira af öðrum

Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra?

Skoðun

Að byggja upp öfluga og flotta leik­skóla til fram­tíðar

Ísabella Markan skrifar

„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins.

Skoðun