Veiði

Hljótum að geta sett í einn eða tvo

"Það verður spennandi að fá að opna ána í ár. Við fáum hana úthvílda. Við hljótum að geta sett í einn eða tvo fiska," segir Guðmundur Atli Ásgeirsson, veiðileiðsögumaður, sem mun opna Galtalæk í ár þann 1. apríl næst komandi. Þann dag hefst veiðitímabilið formlega þótt en sé töluvert í að það fari á flug.

Veiði

Veiðitímabilið hefst eftir tvær vikur

Nú eru rétt um tvær vikur þar til vorveiðitímabilið hefst en fyrstu árnar og vötnin opna þann 1. apríl. Hjá Lax-á verður opnað fyrir svæði í Galtalæk, Ásgarði í Sogi, Tannastaðatanga í Sogi, og silungasvæðið í Tungufljóti í Biskupstungum. Vorveiði í Blöndu hefst svo 15. apríl.

Veiði

"Dæmdur til að veiða aldrei lax framar"

Orri Vigfússon skrifar skemmtilega grein í nýjustu útgáfu tímaritsins Fieldsports. Þar lýsir hann því hvar og hvernig hann myndi eyða sínum hinsta veiðidegi. Veiðivísir fékk greinina hjá Orra og birtir hana hér í íslenskri þýðingu.

Veiði

Óhugnanleg áhrif laxeldis í sjó?

Ný kanadísk heimildarmynd dregur upp áhugaverða en um leið óhugnanlega mynd af mögulegum áhrifum laxeldis í sjó á villta laxa. Myndin er aðgengileg á netinu og nefnist Salmon Confidential.

Veiði

Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum

Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR).

Veiði

Verja dýrmæta dropa í Gljúfurá

"Í miklum þurrkum munar um hvern dropa," segir Þórólfur Sveinsson, formaður Veiðifélags Borgarfjarðar, um fyrirhugaða mannvirkjagerð til að hindra vatnsstreymi úr Gljúfurá í vatnakerfi Hópsins.

Veiði

Veiðileyfi á kvikmyndahátíð

Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar.

Veiði

Veiðitúr til Grænlands í verðlaun

Lax-á hefur ákveðið að vera aftur með myndagetraun fyrir veiðimenn. Að meðal vinninga er veiðiferð til Grænlands. Þátttakendur þurfa að giska á 16 myndir en hægt er að skoða þær hér.

Veiði

Vilja rækta Ísafjarðará

Stangaveiðifélag Ísafjarðar hefur áhuga á að ræka Ísafjarðará upp. Til þess þarf félagið að ganga frá fimm til tíu ára samningi við veiðiréttareigendur.

Veiði

Stewart var gapandi yfir leiguverði áa

Mikið er rætt um verð á veiðileyfum og leiguverð íslenskra veiðivatna. Þessi umræða er ekki ný af nálinni - síður en svo. Árið 1950 kom út fræg bók, Íslenskra veiðiár eftir Robert Neil Stewart, þar hann er þungt hugsi yfir verðlagningu á leigu íslenskra áa.

Veiði

Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli

Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús annað kvöld. Þar verða árnar Fáskrúð og Norðurá II kynntar og ýmislegt fleira skemmtilegt gert. Dagskrá opnu húsanna er í höndum skemmtinefndar Stangaveiðifélagsins.

Veiði

Enn hægt að finna útsölur

Þó nú sé aðeins mánuður í að stangveiðitímabilið hefjist formlega eru enn víða útsölur. Veiðihornið, Krafla og Veiðivon eru með útsölur.

Veiði

Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn

Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann.

Veiði

Gersemar á bókamörkuðum

Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu.

Veiði

Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir

"Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá.

Veiði

Laxá á Skaga bjargað með hrognagreftri

Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum.

Veiði

Fróðleiksmolar um bleikjuna

Í erindi sínu á mánudag fjallaði Erlendur um hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins; farið var meðal annars yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minnkandi bleikjuveiði er staðreynd í mörgum góðum bleikjuám.

Veiði

Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa

Lax sem meðafli í uppsjávarveiðum í fyrrasumar var minni en árin á undan, samkvæmt rannsóknum Fiskistofu. Þetta er í samræmi við minnkandi laxgengd fyrrasumar sem kom skýrt fram í hruni í laxveiði á stöng.

Veiði

Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum

Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, er veikur fyrir veiði. Hann byrjaði að veiða árið 2004 og þá aðeins á maðk. Nú kann hann betur að meta handsmíðaða stöng sem hann keypti á Ebay. Hann svarar hér nokkrum spurningum fyrir Veiðivísi og segir meðal annars frá bráðskemmtilegu atviki úr Langadrætti í Hítará.

Veiði

Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK

Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju.

Veiði