Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Eftir fall úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð þá stoppuðu Burnley og Leeds United stutt við í B-deildinni. Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði lið búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik. Enski boltinn 21.4.2025 18:47
Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Tottenham hefur að litlu að keppa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tekur á móti Nottingham Forest sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 21.4.2025 18:31
FCK tímabundið á toppinn FC Kaupmannahöfn lagði AGF 3-1 í síðasta leik dagsins i efstu deild karla í danska fótboltanum. Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson lék allan leikinn á miðjunni hjá AGF á meðan markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Fótbolti 21.4.2025 18:23
Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Brøndby gerði 1-1 jafntefli við OB í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Fótbolti 21.4.2025 13:05
„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Íslenski boltinn 21.4.2025 12:31
Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Gera þurfti fjörutíu mínútna hlé á leik Saint-Étienne og Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að peningi var kastað í aðstoðardómara. Fótbolti 21.4.2025 12:01
Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Öllum fótboltaleikjum sem áttu að fara fram á Ítalíu í dag hefur verið frestað vegna andláts Frans páfa. Fótbolti 21.4.2025 10:01
Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Jamie Carragher segir að Trent Alexander-Arnold eigi ekki að vera í byrjunarliði Liverpool ef hann hefur sagt félaginu að hann ætli að fara frá því í sumar. Enski boltinn 21.4.2025 09:32
Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Íslenski boltinn 21.4.2025 09:01
Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool verður Englandsmeistari karla í knattspyrnu í 20. skiptið. Það gæti gerst strax á miðvikudaginn. Enski boltinn 21.4.2025 08:01
Saka ekki alvarlega meiddur Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur segir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir að vængmaðurinn fór af velli í 4-0 sigri liðsins á fallkandídötum Ipswich Town. Enski boltinn 21.4.2025 07:02
„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Fótbolti 20.4.2025 23:31
„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals. Íslenski boltinn 20.4.2025 23:01
Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku. Íslenski boltinn 20.4.2025 22:32
Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Liverpool er hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 útisigur á Leicester City í dag. Refirnir eru fallnir eftir leik dagsins þar sem varamaðurinn Trent Alexander-Arnold reyndist hetja gestanna. Enski boltinn 20.4.2025 21:47
Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Fótbolti 20.4.2025 20:45
Valverde bjargaði vondri viku Lengi getur vont versnað og þannig leit það lengi vel út fyrir Real Madríd í kvöld. Eftir að falla úr Meistaradeild Evrópu með skömm virtust Spánarmeistararnir einnig vera að missa Barcelona lengra fram úr sér, allt þangað til Federico Valverde steig upp í blálokin. Fótbolti 20.4.2025 18:30
Evrópumeistararnir fóru hamförum Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi. Fótbolti 20.4.2025 18:04
Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken. Fótbolti 20.4.2025 17:10
„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki. Enski boltinn 20.4.2025 16:16
ÍA og Vestri mætast inni Leikur ÍA og Vestra í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið færður inn í Akraneshöllina. Íslenski boltinn 20.4.2025 15:32
Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir. Enski boltinn 20.4.2025 15:30
Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Hákon Arnar Haraldsson var í liði Lille sem vann 3-0 sigur gegn Auxerre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag og komst þar með skrefi nær því að spila aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagi hans úr landsliðinu, Mikael Egill Ellertsson, varð hins vegar að sætta sig við svekkjandi jafntefli og er áfram í fallsæti á Ítalíu. Fótbolti 20.4.2025 15:22
Úlfarnir unnu United aftur Wolves höfðu betur gegn Manchester United í annað skiptið á tímabilinu, 1-0 á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 20.4.2025 12:32