„Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stól barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma. Nú var það Inga Sæland sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti. Innlent 3.4.2025 12:04
Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á innflutning frá öllum löndum heims. Innlent 3.4.2025 11:38
Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Innlent 3.4.2025 11:37
Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent 2.4.2025 23:31
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Innlent 2.4.2025 21:43
Alþingi hafi átt að vera upplýst Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Innlent 2.4.2025 20:02
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Innlent 2.4.2025 19:54
Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56
Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Innlent 2.4.2025 18:55
Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið. Innlent 2.4.2025 18:11
Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 2.4.2025 18:09
Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjúkratryggingar Íslands segjast harma að upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu hafi fyrir mistök verið sendar til heilbrigðisstarfsfólks og þjónustuþega. Málið sé litið alvarlegum augum og búið sé að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir. Innlent 2.4.2025 17:23
Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Karli og konu sem grunuð eru um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, í máli sem kennt hefur verið við Gufunes hefur verið sleppt úr haldi. Þau hafa enn réttarstöðu sakbornings. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 2.4.2025 16:36
Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. Innlent 2.4.2025 16:12
Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa. Innlent 2.4.2025 16:07
Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Innlent 2.4.2025 15:58
Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hugmyndasöfnun um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Samráðið er öllum opið og allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar. Innlent 2.4.2025 14:44
Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Innlent 2.4.2025 14:36
Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. Innlent 2.4.2025 14:23
Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot. Innlent 2.4.2025 14:14
Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Innlent 2.4.2025 13:55
Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta. Innlent 2.4.2025 13:35
Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Innlent 2.4.2025 13:26
Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu klukkan 13 í dag þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi hafsins fyrir þjóðaröryggi Íslands. Innlent 2.4.2025 12:31
Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Innlent 2.4.2025 12:21