Fréttir

Fram­koma SVEIT sé „svívirði­leg at­laga að réttindum launa­fólks“

Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær.

Innlent

Rekja bilanir á Víkurstreng til efnis­töku úr ám

Talið er líklegt að rekja megi rafmagnsbilanir á Víkurstreng til efnistöku í ám neðan við strenglögnina. Efnistakan er talin möguleg ástæða þess að mikil hreyfing kemst á árfarveg í vatnsveðri og leysingum líkt og var á sunnudaginn og mánudaginn og orsakaði rafmagnsleysi á svæðinu. Þá verður allt kapp nú lagt á að setja upp varanlegt varaafl í Vík.

Innlent

Von­góð um að ís­lenskir læknar er­lendis muni snúa heim

Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina.

Innlent

Búlgarar og Rúmenar fá inn­göngu í Schengen

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að gera Búlgaríu og Rúmeníu aðila að Schengen-svæðinu. Þetta felur í sér að þann 1. janúar verður mun auðveldara fyrir fólk í Búlgaríu og Rúmeníu að ferðast til annarra ríkja í Schengen.

Erlent

Yfir á­tján prósent í­búa á Ís­landi eru inn­flytj­endur

Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. 

Innlent

Þing­flokkar funda hver í sínu lagi

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda hver í sínu lagi í hádeginu á Alþingi í dag. Stjórnarmyndunarviðræður halda einnig áfram. Formenn flokkanna hafa ekki fundað einar í morgun en munu mögulega gera það síðar í dag.

Innlent

Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps

Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér.

Erlent

Ætlar að berjast gegn á­sökunum um land­ráð

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti.

Erlent

Halla á lista For­bes yfir áhrifa­mestu konur heims

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Innlent

Ekki á­kærður fyrir mann­dráp í Kiðja­bergi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp.

Innlent

Við­gerð lokið og raf­magn aftur á í Vík

Aðgerðum og viðgerð á streng frá Holti að Vík í Mýrdal er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi. Sérfræðingur hjá RARIK segir tímann og náttúruna verða að leiða í ljós hversu vel ný rör haldi strengnum. 

Innlent

Tveir frétta­menn RÚV söðla um

Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023.

Innlent

For­stjóri FBI hyggst stíga til hliðar

Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 

Erlent

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Ís­lands til 2042

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið.

Innlent