Fréttir

Skýr krafa meðal lækna að hefja undir­búning verk­falls­að­gerða

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagsfund félagsins í gær ekki hafa verið boðaðan í þeim tilgangi að boða til aðgerða. Á fundinum hafi komið skýr krafa frá félagsmönnum um að hefja þá vegferð og því vinni samninganefndin að því núna. Samninganefnd félagsins fundar hjá ríkissáttasemjara í dag.

Innlent

Efnið tralopyril veldur eitrun í kræklingi

Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir umsókn Arctic Fish um að fá að nota efnið tralopyril á möskva sína í sjókvíum lýsa algjöru skeytingarleysi gagnvart umhverfinu, þar komist eitt og aðeins eitt að sem er hámörkun gróða.

Innlent

Svan­dís tekur upp hanskann fyrir kennara

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Hún varar við því að menntakerfið sé einkavætt og að stétt fari þannig að hafa áhrif á aðgengi að menntun. Hún segir síðustu mánuði hafi verið hart sótt að kennurum.

Innlent

Sam­þykktu naum­lega að stefna að ESB-aðild

Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin.

Erlent

Grímur undir feldi

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn skuldi kjós­endum skýringar

Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur.

Innlent

„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana

Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. 

Innlent

Tví­skipt veður á landinu

Lægð sem stödd er norðaustur af landinu veldur allhvassri eða hvassri norðvestanátt á norðaustan- og austanverðu landinu í dag og mun þar snjóa með vindinum. Akstursskilyrði geta því verið erfið á þessum slóðum, sérstaklega á fjallvegum og er ferðalöngum bent á að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Veður

„Hræsnin á sér engin tak­mörk“

Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns.

Innlent

Jakob og Tómas einu odd­vitar Flokks fólksins sem detta út

Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins.

Innlent

Vill Sól­veigu á lista

Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. 

Innlent

Grinda­vík eins og „Tsjernobyl án kommún­isma“

Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði.

Innlent