Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. febrúar 2020 18:30 Dagur Arnarsson skoraði átta mörk. vísir/daníel ÍBV vann í dag sterkan sex marka sigur á Aftureldingu, 26-32, í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Með sigrinum jafna þeir FH að stigum í sjötta sæti og nálgast fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Afturelding situr sem fyrr í öðru sæti með 23 stig. Leikurinn var fjörugur og spennandi stærstan hluta leiksins, og þó að ÍBV hafi unni með sex mörkum segir það ekki alla söguna. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í fjögurra marka forustu. Þétt vörn Eyjamanna olli Mosfellingum talsverðum vandræðum. Þeir héldu áfram að auka forskot sitt og eftir rúmlega 20 mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk 9-15. Þá tóku Afturelding við sér og skoruðu fjögur mörk í röð. Þegar Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn í tvö mörk var honum hrint í loftinu og Fannar Friðgeirsson leikmaður ÍBV fékk réttilega að líta rautt spjald fyrir brotið. Afturelding hélt áfram að spila vel það sem eftir lifði hálfleiks en náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn nægilega vel og hálfleikstölur 15-17. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. ÍBV spiluðu fasta vörn en Afturelding náði að finna lausnir. Þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Afturelding loksins að jafna í 20-20, en aftur náðu Eyjamenn þriggja marka forskoti. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og næsta korterið skiptust liðin á að skora. Hákon Daði Styrmisson, hornamaður ÍBV spilaði á miðjunni og leysti það mjög vel með Dag Arnarsson sér við hlið í vinstri skyttunni. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fóru Aftureldingarmenn að pirrast og þurftu að reyna erfiða hluti ef þeim ætti að takast það að vinna niður þetta forskot. Það gekk hins vegar ekki og ÍBV gekk á lagið og kláraði sex marka sigur 26-32.Af hverju vann ÍBV? ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust vera tilbúnari í þennan leik. Þeir spiluðu mjög fasta vörn sem skilaði þeim nokkrum auðveldum mörkum. Hákon Daði og Dagur leystu svo miðju- og skyttustöðuna vel þegar á reyndi. Björn Viðar Björnsson kom inn í markið í seinni hálfleik og tók nokkra mikilvæga bolta. ÍBV voru þolinmóðir í sínum aðgerðum og náðu yfirleitt að klára sínar löngu sóknir með marki.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Aftureldingar var Guðmundur Árni atkvæðamestur í sókninni og skoraði átta mörk úr 11 skotum, þar af fimm úr vítum. Birkir Benediktsson skilaði fínu dagsverki líka með 7 mörk og Björgvin Franz Björgvinsson kom nokkuð sterkur inn í markið um miðjan leik. Hjá ÍBV var það Hákon Daði og Dagur sem stóðu upp úr. Fannar fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik og Kristján Örn Kristjánsson gat ekki tekið þátt stóran hluta leiksins. Þá þurftu Hákon og Dagur að stíga upp og þeir gerðu það svo sannarlega. Hákon stýrði spilinu á miðjunni vel og var mjög þolinmóður í sínum aðgerðum. Dagur dró svo vörnina vel í sig úti í skyttunni og skoraði nokkur mjög falleg mörk.Hvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að finna lausnir á hreyfanlegri vörn ÍBV fyrstu 20 mínútur leiksins, og svo aftur undir lok leiks. Þeim gekk einnig virkilega illa í seinni hálfleik að stoppa sókn ÍBV og brúa þar með bilið sem komið var á milli liðanna.Hvað gerist næst? Næst fara Mosfellingar á Selfoss þar sem að þeir mæta ríkjandi Íslandsmeisturum. Selfoss er með nokkuð laskað lið og datt út úr bikarnum um daginn á frekar vandræðalegan hátt gegn Stjörnunni. Það skal þó aldrei afskrifa Selfyssinga á heimavelli. ÍBV fær topplið Hauka í heimsókna í næsta leik og má þar búast við alvöru rimmu. Þrátt fyrir að Haukar sitji á toppi deildarinnar er það alls engin trygging fyrir því að þeir nái sér í tvö stig út í Eyjum. Það vita það flestir að þangað er erfitt að fara nema vera algjörlega klár í leikinn. Eyjamenn fagna.vísir/daníel Kristinn: Vilt vera að spila við góð lið „Ég er bara gríðarlega sáttur við lífið,“ sagði Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, eftir leikinn gegn Aftureldingu. Hann sagði að leikurinn hafi verið hálfgert moð sem þeir hafi leyst með Degi og Hákoni Daða. „Við sýnum rosalegan karakter, því við erum að missa leikmenn út úr þessum leik, Fannar með rautt, Kristjáni Erni líður eitthvað illa þannig að hann getur ekki tekið þátt í leiknum og Róbert [Sigurðarson] kominn með tvisvar tvær.“ Hann bætti svo við að hann væri fyrst og fremst stoltur eftir þennan leik. Kristinn hélt svo áfram að hrósa frammistöðu Hákons Daða. „Hann var náttúrulega miðjumaður í yngri flokkum og hefur stundum haft þann draum um að koma og redda okkur og hann gerði það í dag.“ Spurður út í rauða spjaldið viðurkenndi Kristinn að þetta hafi líklega verið réttur dómur. „Fyrir mér held ég að það sé ekkert að því að setja rautt á þetta, þetta er kannski ekkert viljaverk eða eitthvað svoleiðis en það eru ákveðin brot í íþróttinni sem að dómarar þurfa að taka á.“ Kristinn talaði um að þetta væri skemmtileg runa af leikjum sem þeir eru búnir að vera að spila. „Haukarnir eru klárlega hluti af því þannig að það er bara tilhlökkun að mæta þeim eftir viku, þeir eru með frábært lið og þú vilt vera að spila við góð lið.“ Sveinn Jose Rivera skoraði sex mörk.vísir/daníel Ásgeir: Þessi deild er langt frá því að vera búin „Úrslitin segja ekkert til um hvernig leikurinn var í 58 mínútur, við förum fram til að reyna að kreista eitthvað út úr leiknum en það bara gekk ekki,“ sagði Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar eftir leikinn. Hann var ósáttur með byrjun sinna manna í leiknum í dag. „Það er afar dapurt að hafa byrjað svona eftir öfluga frammistöðu gegn ÍR og svo bara töpum við baráttunni maður á mann og það var bara aðeins meira púður í Eyjamönnum í seinni hálfleik,“ sagði Ásgeir. „Þeir eru alltaf svona og það kemur mér ekkert á óvart í þessu. Ég held að það sé ekki til sá mótherji í deildinni sem er eitthvað að fara að láta þetta koma sér sérstaklega á óvart, þetta er bara þeirra leikur og það þýðir ekkert að tuða yfir því,“ sagði Ásgeir spurður út í hvort honum hefði fundist Eyjamenn hafa spilað of fast í þessum leik. Með sigri hefði Afturelding minnkað muninn niður í eitt stig á Hauka og Ásgeir talaði um þau vonbrigði að missa af því tækifæri. „Auðvitað förum við í þennan leik til þess að vinna hann, annað væri glórulaus nálgun hjá liði sem er í örðu sæti. En þessi deild er langt frá því að vera búin, við þurfum bara að fara vel yfir hvað klikkaði, sérstaklega hérna í lokin.“ Afturelding mætir Selfoss á útivelli í næsta leik og Ásgeir var strax farinn að pæla í honum. „Það er bara frábært að fá strax alvöru leik, eftir svona leik þar sem maður upplifir að liðið hafi kannski ekki verið að spila sinn besta bolta þá er best að komast í alvöru leik og við mætum bara gíraðir þá.“ Olís-deild karla
ÍBV vann í dag sterkan sex marka sigur á Aftureldingu, 26-32, í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Með sigrinum jafna þeir FH að stigum í sjötta sæti og nálgast fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Afturelding situr sem fyrr í öðru sæti með 23 stig. Leikurinn var fjörugur og spennandi stærstan hluta leiksins, og þó að ÍBV hafi unni með sex mörkum segir það ekki alla söguna. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í fjögurra marka forustu. Þétt vörn Eyjamanna olli Mosfellingum talsverðum vandræðum. Þeir héldu áfram að auka forskot sitt og eftir rúmlega 20 mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk 9-15. Þá tóku Afturelding við sér og skoruðu fjögur mörk í röð. Þegar Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn í tvö mörk var honum hrint í loftinu og Fannar Friðgeirsson leikmaður ÍBV fékk réttilega að líta rautt spjald fyrir brotið. Afturelding hélt áfram að spila vel það sem eftir lifði hálfleiks en náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn nægilega vel og hálfleikstölur 15-17. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. ÍBV spiluðu fasta vörn en Afturelding náði að finna lausnir. Þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Afturelding loksins að jafna í 20-20, en aftur náðu Eyjamenn þriggja marka forskoti. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og næsta korterið skiptust liðin á að skora. Hákon Daði Styrmisson, hornamaður ÍBV spilaði á miðjunni og leysti það mjög vel með Dag Arnarsson sér við hlið í vinstri skyttunni. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fóru Aftureldingarmenn að pirrast og þurftu að reyna erfiða hluti ef þeim ætti að takast það að vinna niður þetta forskot. Það gekk hins vegar ekki og ÍBV gekk á lagið og kláraði sex marka sigur 26-32.Af hverju vann ÍBV? ÍBV byrjaði leikinn mun betur og virtust vera tilbúnari í þennan leik. Þeir spiluðu mjög fasta vörn sem skilaði þeim nokkrum auðveldum mörkum. Hákon Daði og Dagur leystu svo miðju- og skyttustöðuna vel þegar á reyndi. Björn Viðar Björnsson kom inn í markið í seinni hálfleik og tók nokkra mikilvæga bolta. ÍBV voru þolinmóðir í sínum aðgerðum og náðu yfirleitt að klára sínar löngu sóknir með marki.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Aftureldingar var Guðmundur Árni atkvæðamestur í sókninni og skoraði átta mörk úr 11 skotum, þar af fimm úr vítum. Birkir Benediktsson skilaði fínu dagsverki líka með 7 mörk og Björgvin Franz Björgvinsson kom nokkuð sterkur inn í markið um miðjan leik. Hjá ÍBV var það Hákon Daði og Dagur sem stóðu upp úr. Fannar fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik og Kristján Örn Kristjánsson gat ekki tekið þátt stóran hluta leiksins. Þá þurftu Hákon og Dagur að stíga upp og þeir gerðu það svo sannarlega. Hákon stýrði spilinu á miðjunni vel og var mjög þolinmóður í sínum aðgerðum. Dagur dró svo vörnina vel í sig úti í skyttunni og skoraði nokkur mjög falleg mörk.Hvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að finna lausnir á hreyfanlegri vörn ÍBV fyrstu 20 mínútur leiksins, og svo aftur undir lok leiks. Þeim gekk einnig virkilega illa í seinni hálfleik að stoppa sókn ÍBV og brúa þar með bilið sem komið var á milli liðanna.Hvað gerist næst? Næst fara Mosfellingar á Selfoss þar sem að þeir mæta ríkjandi Íslandsmeisturum. Selfoss er með nokkuð laskað lið og datt út úr bikarnum um daginn á frekar vandræðalegan hátt gegn Stjörnunni. Það skal þó aldrei afskrifa Selfyssinga á heimavelli. ÍBV fær topplið Hauka í heimsókna í næsta leik og má þar búast við alvöru rimmu. Þrátt fyrir að Haukar sitji á toppi deildarinnar er það alls engin trygging fyrir því að þeir nái sér í tvö stig út í Eyjum. Það vita það flestir að þangað er erfitt að fara nema vera algjörlega klár í leikinn. Eyjamenn fagna.vísir/daníel Kristinn: Vilt vera að spila við góð lið „Ég er bara gríðarlega sáttur við lífið,“ sagði Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, eftir leikinn gegn Aftureldingu. Hann sagði að leikurinn hafi verið hálfgert moð sem þeir hafi leyst með Degi og Hákoni Daða. „Við sýnum rosalegan karakter, því við erum að missa leikmenn út úr þessum leik, Fannar með rautt, Kristjáni Erni líður eitthvað illa þannig að hann getur ekki tekið þátt í leiknum og Róbert [Sigurðarson] kominn með tvisvar tvær.“ Hann bætti svo við að hann væri fyrst og fremst stoltur eftir þennan leik. Kristinn hélt svo áfram að hrósa frammistöðu Hákons Daða. „Hann var náttúrulega miðjumaður í yngri flokkum og hefur stundum haft þann draum um að koma og redda okkur og hann gerði það í dag.“ Spurður út í rauða spjaldið viðurkenndi Kristinn að þetta hafi líklega verið réttur dómur. „Fyrir mér held ég að það sé ekkert að því að setja rautt á þetta, þetta er kannski ekkert viljaverk eða eitthvað svoleiðis en það eru ákveðin brot í íþróttinni sem að dómarar þurfa að taka á.“ Kristinn talaði um að þetta væri skemmtileg runa af leikjum sem þeir eru búnir að vera að spila. „Haukarnir eru klárlega hluti af því þannig að það er bara tilhlökkun að mæta þeim eftir viku, þeir eru með frábært lið og þú vilt vera að spila við góð lið.“ Sveinn Jose Rivera skoraði sex mörk.vísir/daníel Ásgeir: Þessi deild er langt frá því að vera búin „Úrslitin segja ekkert til um hvernig leikurinn var í 58 mínútur, við förum fram til að reyna að kreista eitthvað út úr leiknum en það bara gekk ekki,“ sagði Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar eftir leikinn. Hann var ósáttur með byrjun sinna manna í leiknum í dag. „Það er afar dapurt að hafa byrjað svona eftir öfluga frammistöðu gegn ÍR og svo bara töpum við baráttunni maður á mann og það var bara aðeins meira púður í Eyjamönnum í seinni hálfleik,“ sagði Ásgeir. „Þeir eru alltaf svona og það kemur mér ekkert á óvart í þessu. Ég held að það sé ekki til sá mótherji í deildinni sem er eitthvað að fara að láta þetta koma sér sérstaklega á óvart, þetta er bara þeirra leikur og það þýðir ekkert að tuða yfir því,“ sagði Ásgeir spurður út í hvort honum hefði fundist Eyjamenn hafa spilað of fast í þessum leik. Með sigri hefði Afturelding minnkað muninn niður í eitt stig á Hauka og Ásgeir talaði um þau vonbrigði að missa af því tækifæri. „Auðvitað förum við í þennan leik til þess að vinna hann, annað væri glórulaus nálgun hjá liði sem er í örðu sæti. En þessi deild er langt frá því að vera búin, við þurfum bara að fara vel yfir hvað klikkaði, sérstaklega hérna í lokin.“ Afturelding mætir Selfoss á útivelli í næsta leik og Ásgeir var strax farinn að pæla í honum. „Það er bara frábært að fá strax alvöru leik, eftir svona leik þar sem maður upplifir að liðið hafi kannski ekki verið að spila sinn besta bolta þá er best að komast í alvöru leik og við mætum bara gíraðir þá.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti