Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2020 18:45 Aron átti stórkostlegan leik. vísir/epa Ísland vann stórkostlegan sigur á Danmörku, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik. Hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar. Staðan í hálfleik var jöfn, 15-15, en íslenska liðið var sterkara í seinni hálfleik. Það komst mest þremur mörkum yfir og var svo sterkara á svellinu undir lokin. Danir gátu jafnað í lokasókn sinni en Björgvin Páll Gústavsson varði skot Mikkels Hansen beint úr aukakasti. Ísland er með tvö stig í E-riðli líkt og Ungverjaland. EM 2020 í handbolta
Ísland vann stórkostlegan sigur á Danmörku, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik. Hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar. Staðan í hálfleik var jöfn, 15-15, en íslenska liðið var sterkara í seinni hálfleik. Það komst mest þremur mörkum yfir og var svo sterkara á svellinu undir lokin. Danir gátu jafnað í lokasókn sinni en Björgvin Páll Gústavsson varði skot Mikkels Hansen beint úr aukakasti. Ísland er með tvö stig í E-riðli líkt og Ungverjaland.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti