Umfjöllun: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði líka á enn einu vítinu Óskar Ófeigur Jónsson í Kísínev skrifar 17. nóvember 2019 22:45 Gylfi skoraði sigurmark Íslands gegn Moldóvu. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endaði undankeppni EM 2020 með sigri í Moldóvu í kvöld í leik sem endaði 2-1 en íslenska liðið hefði átt að vinna með meiri mun. Kappsamir heimamenn jöfnuðu metin í seinni hálfleik og létu finna vel fyrir sér allan leikinn þar sem tveir leikmenn íslenska liðsins fóru meðal annars meiddir af velli. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark íslenska liðsins á 65. mínútu en honum mistókst líka að gulltryggja sigurinn þegar hann lét verja frá sér vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta er enn eitt vítið sem Gylfi klikkar á með landsliðinu á síðustu árum og líklega er kominn tími á aðra vítaskyttu.Lagleg mörk Bæði mörk íslenska liðsins komu eftir laglegar einnar snertingar sóknir þar sem íslenska liðið sprengdi upp vörn heimamanna. Íslensku leikmönnunum gekk þó lengstum ekki nógu vel að ná upp flæði í sínu spili en nokkrar sóknir glöddu þó augað. Það er ekki auðvelt að nálgast leik sem þennan en íslenska liðið kláraði verkefnið af fagmennsku og endar með nítján stig í riðlinum. Frakkar og Tyrkir fara áfram en íslenska liðið mætir með meðbyr í umspilið í mars. Eftir að úrslitin féllu ekki með liðinu í undankeppninni var vonin veik að ná öðru sætinu af Tyrkjum sem rann strákunum siðan úr greipum með jafnteflinu á móti Tyrkjum. Liðið gerði samt vel i Istanbul og landaði öllum stigunum í kvöld. Það reyndi á hópinn í forföllum lykilmanna og því gott að sjá nýja menn öðlast dýrmæta reynslu.Stoðsending snemma í fyrsta byrjunarliðsleiknum Mikael Neville Anderson fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í keppni og þurfti bara sautján mínútur til að leggja upp mark. Birkir Bjarnason skoraði þá eftir flotta sendingu Mikaels og frábært samspil Birkis, Mikaels og Ara Freys Skúlasonar. Birkir Bjarnason átti annars frábæran fyrri hálfleik og hefði getað verið kominn með þrennu þegar leikmenn gengu til hálfleiks. Birkir skoraði þetta laglega mark á 17. mínútu og átti síðan skot í bæði slá og stöng. Það var samt allt annar hugur í þessi moldóvska liði en í því sem mætti á Laugardalsvöllinn í haust. Liðið náði nokkrum sinnum að setja ágæta pressu á íslenska liðið og nokkrar fínar sóknir liðsins sköpuðu talsverða hættu. Ragnar Sigurðsson kom nokkrum sinn til bjargar í hálfleiknum þegar félagar hans voru í vandræðum ekki síst félagi hans í miðverðinum.Meiðsli á meiðsli ofan Annan leikinn í röð missum við meiddan framherja af velli í fyrri hálfleik því alveg eins og Alfreð meiddist snemma leik á móti Tyrkjum meiddist Kolbeinn eftir tæplega hálftíma leik í kvöld. Ekki skemmtilegt sjón en báðir verða vonandi fljótir að ná sér. Kvöldið endaði líka snemma hjá Mikael Neville Anderson sem fékk nokkur slæm högg í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn eftir það síðasta. Jón Daði Böðvarsson slapp nokkrum sinnum í gegn hægra megin í seinni hálfleik og skapaði færi fyrir félaga sína. Þar hefðu alveg mátt detta inn mark sem hefði gert verkefnið mun léttara. Heimamenn voru alltaf skeinuhættir og þeir náðu inn jöfnunarmarki eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Smá skrekkur var í íslenska liðinu eftir jöfnunarmarkið enda fengu heimamenn mikinn kraft við í markið.Fullt tilefni til bjartsýni Íslenska liðið sótti hins vegar sigurmarkið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eftir aðra laglega sókn. Eftir markið var sigur íslenska liðsins ekki í mikilli hættu en samt aldrei öruggur á meðan munurinn var aðeins eitt mark. Arnór Sigurðsson fiskaði víti tólf mínútum fyrir leikslok en Gylfi Þór Sigurðsson lét verja frá sér. Gylfi var líklegur til að bæta fyrir það á næstu mínútum á eftir en þriðja markið leit aldrei dagsins ljós. Íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins með nítján stig sem er ekki slæm uppsker þó hún hafi ekki dugað til að komast áfram. Nú er bara að nýta sér tækifærið í mars þegar liðið fær umspilsleik á heimavelli. Þá verða vonandi allir meiddu lykilmennirnir komnir aftur til baka og Laugardalsvöllur leikfær. Meiðsli Alfreðs Finnbogason og svo meiðsli Kolbeins Sigþórssonar í kvöld eru ekki góð viðbót á þéttskipaðan meiðslalista þar sem voru fyrir menn eins og Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson. Komi allir þessir kappar klárir í mars er ekki annað hægt en að vera bjartsýn á að strákarnir landi sætinu á EM 2020. EM 2020 í fótbolta
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endaði undankeppni EM 2020 með sigri í Moldóvu í kvöld í leik sem endaði 2-1 en íslenska liðið hefði átt að vinna með meiri mun. Kappsamir heimamenn jöfnuðu metin í seinni hálfleik og létu finna vel fyrir sér allan leikinn þar sem tveir leikmenn íslenska liðsins fóru meðal annars meiddir af velli. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark íslenska liðsins á 65. mínútu en honum mistókst líka að gulltryggja sigurinn þegar hann lét verja frá sér vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta er enn eitt vítið sem Gylfi klikkar á með landsliðinu á síðustu árum og líklega er kominn tími á aðra vítaskyttu.Lagleg mörk Bæði mörk íslenska liðsins komu eftir laglegar einnar snertingar sóknir þar sem íslenska liðið sprengdi upp vörn heimamanna. Íslensku leikmönnunum gekk þó lengstum ekki nógu vel að ná upp flæði í sínu spili en nokkrar sóknir glöddu þó augað. Það er ekki auðvelt að nálgast leik sem þennan en íslenska liðið kláraði verkefnið af fagmennsku og endar með nítján stig í riðlinum. Frakkar og Tyrkir fara áfram en íslenska liðið mætir með meðbyr í umspilið í mars. Eftir að úrslitin féllu ekki með liðinu í undankeppninni var vonin veik að ná öðru sætinu af Tyrkjum sem rann strákunum siðan úr greipum með jafnteflinu á móti Tyrkjum. Liðið gerði samt vel i Istanbul og landaði öllum stigunum í kvöld. Það reyndi á hópinn í forföllum lykilmanna og því gott að sjá nýja menn öðlast dýrmæta reynslu.Stoðsending snemma í fyrsta byrjunarliðsleiknum Mikael Neville Anderson fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í keppni og þurfti bara sautján mínútur til að leggja upp mark. Birkir Bjarnason skoraði þá eftir flotta sendingu Mikaels og frábært samspil Birkis, Mikaels og Ara Freys Skúlasonar. Birkir Bjarnason átti annars frábæran fyrri hálfleik og hefði getað verið kominn með þrennu þegar leikmenn gengu til hálfleiks. Birkir skoraði þetta laglega mark á 17. mínútu og átti síðan skot í bæði slá og stöng. Það var samt allt annar hugur í þessi moldóvska liði en í því sem mætti á Laugardalsvöllinn í haust. Liðið náði nokkrum sinnum að setja ágæta pressu á íslenska liðið og nokkrar fínar sóknir liðsins sköpuðu talsverða hættu. Ragnar Sigurðsson kom nokkrum sinn til bjargar í hálfleiknum þegar félagar hans voru í vandræðum ekki síst félagi hans í miðverðinum.Meiðsli á meiðsli ofan Annan leikinn í röð missum við meiddan framherja af velli í fyrri hálfleik því alveg eins og Alfreð meiddist snemma leik á móti Tyrkjum meiddist Kolbeinn eftir tæplega hálftíma leik í kvöld. Ekki skemmtilegt sjón en báðir verða vonandi fljótir að ná sér. Kvöldið endaði líka snemma hjá Mikael Neville Anderson sem fékk nokkur slæm högg í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn eftir það síðasta. Jón Daði Böðvarsson slapp nokkrum sinnum í gegn hægra megin í seinni hálfleik og skapaði færi fyrir félaga sína. Þar hefðu alveg mátt detta inn mark sem hefði gert verkefnið mun léttara. Heimamenn voru alltaf skeinuhættir og þeir náðu inn jöfnunarmarki eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Smá skrekkur var í íslenska liðinu eftir jöfnunarmarkið enda fengu heimamenn mikinn kraft við í markið.Fullt tilefni til bjartsýni Íslenska liðið sótti hins vegar sigurmarkið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eftir aðra laglega sókn. Eftir markið var sigur íslenska liðsins ekki í mikilli hættu en samt aldrei öruggur á meðan munurinn var aðeins eitt mark. Arnór Sigurðsson fiskaði víti tólf mínútum fyrir leikslok en Gylfi Þór Sigurðsson lét verja frá sér. Gylfi var líklegur til að bæta fyrir það á næstu mínútum á eftir en þriðja markið leit aldrei dagsins ljós. Íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins með nítján stig sem er ekki slæm uppsker þó hún hafi ekki dugað til að komast áfram. Nú er bara að nýta sér tækifærið í mars þegar liðið fær umspilsleik á heimavelli. Þá verða vonandi allir meiddu lykilmennirnir komnir aftur til baka og Laugardalsvöllur leikfær. Meiðsli Alfreðs Finnbogason og svo meiðsli Kolbeins Sigþórssonar í kvöld eru ekki góð viðbót á þéttskipaðan meiðslalista þar sem voru fyrir menn eins og Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson. Komi allir þessir kappar klárir í mars er ekki annað hægt en að vera bjartsýn á að strákarnir landi sætinu á EM 2020.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti