Tónlist

Radiohead spilar á Secret Solstice

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Aðdáendur sveitarinnar verða sjálfsagt alsælir yfir nýjustu tilkynningunni frá Secret Solstice.
Aðdáendur sveitarinnar verða sjálfsagt alsælir yfir nýjustu tilkynningunni frá Secret Solstice. Vísir/Samsettmynd
Breska rokksveitin Radiohead verður stærsta atriði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum 17.-19. júní.

Koma hljómsveitarinnar er talsverður fengur fyrir tónlistaráhugafólk en þetta er í fyrsta skipti sem sveitin spilar hér á landi og segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar, það vera gaman að geta boðið gestum upp á hljómsveit af þessari stærðargráðu.

„Okkar markmið var að geta glatt sem flesta.“

Creep kom Radiohead á kortið

Radiohead var stofnuð árið 1985 og gaf sveitin út sína fyrstu smáskífu, lagið Creep, árið 1992. Lagið sló heldur betur í gegn um heim allan en það var einnig á fyrstu plötu sveitarinnar, Pablo Honey, sem kom út árið 1993.

Hljómsveitin hefur átt gífurlega góðu gengi að fagna frá því að þeir slógu í gegn en það var platan OK Computer sem kom út árið 1997 sem kom þeim endanlega á kortið og hlutu þeir meðal annars Grammy-verðlaun sem besta alternative platan það ár en einnig hlutu þeir verðlaun fyrir plötuna In Rainbows á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2007. Það má því ætla að spenningur hafi ríkt innan herbúða tónlistarhátíðarinnar þegar koma sveitarinnar var staðfest.

„Við erum búin að vita það í smá tíma, það er búið að vera erfitt að halda þessu leyndu,“ segir hún og skellir upp úr.

Meðlimir Radiohead eru fimm og hafa þeir allir verið í sveitinni frá stofnun. Þeir eru söngvarinn Thom Yorke, gítar- og hljómborðsleikarinn Jonny Greenwood, eldri bróðir hans Colin Greenwood sem leikur á bassa, Ed O’Brien sem leikur á gítar og syngur bakraddir og trommuleikarinn Philip­ Selway.

Auk Radiohead munu Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson, Deftones, Skream og fjöldi annarra innlendra tónlistarmanna og hljómsveita koma fram en alls hafa 93 nöfn sem koma fram á hátíðinni í ár verið tilkynnt og er von á minnst einni tilkynningu í viðbót þar sem fleiri nöfn munu bætast við.

En þau nöfn sem tilkynnt voru í dag eru auk fyrrnefndra: Matt Tolfrey [UK] Bang Gang [IS] Mammút [IS] Fufanu [IS] Rix [IS] Plastic Love [US] Clovis [US] Dr.Spock [IS] MANT [UK] Bones [CA] Faces of Walls [IS] RVK Soundsystem [IS] DJ Hendrik [IS] Pink Street Boys [IS] Halleluwah [IS] EinarIndra [IS] Gervisykur [IS] Valby Bræður [IS] Mosi Musik [IS] Dalí [IS] Stefán Karel [IS] Auður [IS] Átrúnaðargoðin [IS] TRPTYCH [IS] Kíló [IS] Rímnaríki [IS] Since When [US].

Secret Solstice hátíðin er fremur ung að árum – var fyrst haldin árið 2014 og fer því fram í þriðja sinn á þessu. „Þetta er náttúrulega ung hátíð en við teljum okkur vera á heimsmælikvarða þegar kemur að tónlistarhátíðum,“ segir Ósk og bætir við að stefnan sé sett á að stækka hátíðina meira með ári hverju.

„Við erum alltaf að verða stærri og betri, það er okkar markmið.“

Einnig segir hún áherslu lagða á að bjóða upp á fjölbreytt tónlistaratriði svo sem flestir skemmti sér sem best. Auk tónlistaratriða er boðið upp á partí inni í jökli, sundlaugarpartí í einni elstu náttúrulaug utan Reykjavíkur og bátapartí úti á rúmsjó sem fram fer eftir miðnætti. Þar munu plötusnúðar þeyta skífum á meðan gestir fylgjast með sólinni setjast en hátíðin dregur nafn sitt af sumarsólstöðum sem ber upp á sömu helgi og ætti því að verða talsvert sjónarspil á bátnum. 

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Secretsolstice.is.

Þeir listamenn sem koma fram á Secret Sostice í ár eru:

Radiohead [UK] Deftones [US] Of Monsters And Men [IS] Jamie Jones [UK] Skream [UK] Action Bronson [US] Róisín Murphy [IE] Kerri Chandler [US] Goldie [UK] Lady Leshurr [UK] Richy Ahmed [UK] Visionquest [US] Edu Imbernon [ES] Bernhoft [NO] Afrika Bambaataa [US] Apollonia [FR] Santé [DE] Deetron [CH] Darius Syrrosian [UK] Derrick Carter [US] Kelela [US] Bang Gang [IS] Mammút [IS] Högni Egilsson [IS] Agent Fresco [IS] Benoit & Sergio [FR/US] Lil Louis [US] Úlfur Úlfur [IS] AmabAdamA [IS] Lee Curtiss [US] Ryan Crosson [US] Matt Tolfrey [UK] Shaun Reeves [US] Kúra [IS] Fufanu [IS] Ylja [IS] Emmsjé Gauti [IS] Droog [US] Sidney Charles [DE] Midland [UK] wAFF [UK] Maxxi Soundsystem [UK] Chez Damier [US] Marshall Jefferson [US] Soffía Björg [IS] Herra Hnetusmjör [IS] Dr.Spock [IS] Will Saul [UK] Youandewan [UK] Axel Flóvent [IS] Shades of Reykjavík [IS] Glowie [IS] Exos [IS] Bensol [IS] Voyeur [UK] Artwork [UK] Yamaho [IS] Rix [IS] Plastic Love [US] Clovis [US] Bones [CA] MANT [UK] Þriðja Hæðin [IS] Faces of Walls [IS] RVK Soundsystem [IS] DJ Hendrik [IS] Pink Street Boys [IS] Halleluwah [IS] Lily The Kid [IS] Vaginaboys [IS] GKR [IS] Stephane Ghenacia [FR] Lily Of The Valley [IS] EinarIndra [IS] Gervisykur [IS] Valby Bræður [IS] Mosi Musik [IS] Alvia Islandia [IS] DJ Kári [IS] Frímann [IS] Casanova [IS] French Toast [UK] Dalí [IS] Stefán Karel [IS] Marc Roberts [UK] Captain Syrup [IS] Auður [IS] Átrúnaðargoðin [IS] TRPTYCH [IS] Kíló [IS] Rímnaríki [IS] Since When [US]


Tengdar fréttir

Of Monsters and Men kemur fram á Secret Solstice

Tónlistahátíðin Secret Solstice fer fram í þriðja sinn í júní á næsta ári. Forsvarsmenn hátíðarinnar kynntu í dag fyrstu listamennina sem munu koma fram í Laugardalnum og má þar helst nefna íslenska bandið Of Monsters and Men.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×