Lögreglufulltrúinn, sem endurtekið hefur verið sakaður um óeðlileg samskipti við glæpamenn í fíkniefnaheiminum og fjallað var um í Fréttablaðinu og Vísi í morgun, stýrði aðgerðum í máli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur á Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Í málinu hlaut hollensk móðir og burðardýr ellefu ára fangelsi og íslenskur sendisveinn fimm ára dóm. Tálbeituaðgerð sem virtist vera að ganga fullkomlega upp, að miklu leyti vegna einlægs samstarfsvilja hollensku móðurinnar, fór út um þúfur eftir að sendisveinninn var handtekinn á afar óeðlilegum tímapunkti. Lögreglufulltrúinn sem til umfjöllunar er hefur verið sakaður um spillingu innan fíkniefnadeildar í áraraðir án þess að við því hafi verið brugðist af yfirmönnum hans. Í Fréttablaðinu í dag er meðal annars fjallað um það þegar Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, fullyrti við undirmenn sína og samstarfsmenn lögreglufulltrúans, að mál hans hefði verið rannsakað. Ásakanirnar væru ekki á rökum reistar og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Formleg rannsókn fór þó aldrei fram á ásökununum. Karl Steinar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. „ Ég ætla að láta embættið tjá sig um það, eftir þeim reglum sem um það gilda,“ segir Karl Steinar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Upplýstu ekki hver stýrði aðgerðumVísir hefur fjallað ítrekað um tálbeituaðgerðina við Hótel Frón sem miður fór. Blaðamaður hefur við skoðun sína á málinu meðal annars flett í gegnum gögn málsins. Athyglisvert er að ekki kemur neins staðar fram að lögreglufulltrúinn hafi stýrt tálbeituaðgerðinni. Málið var sem kunnugt er á ábyrgð Lögreglustjórans á Suðurnesjum en fól LRH umsjón með tálbeituaðgerðinni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í desember að tálbeituaðgerðin hefði verið á ábyrgð hans og Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum við Hótel Frón hafi sótt umboð sitt til þeirra tveggja. Hann vildi þó ekki upplýsa hver hefði stjórnað aðgerðinni. Síðan er komið í ljós að það var fyrrnefndur lögreglufulltrúi.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Lögreglustjórinn ekki upplýsturÞrátt fyrir það er skýrsla um aðgerðina ekki skrifuð af lögreglufulltrúanum heldur af undirmanni hans, nánum samstarfsmanni og vini. Hvers vegna sá sem stýrði aðgerðinni skrifaði ekki sjálfur skýrsluna, eða þá í það minnsta undir hana, er óvenjulegt. Fjölmargir aðrir lögreglumenn sem komu að aðgerðum eru þó nefndir til sögunnar.Vísir hafði samband við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og spurði hann hvort hann hefði verið meðvitaður um að fyrrnefndur lögreglufulltrúi hefði stýrt aðgerðum á vettvangi.„Mér var ekki kunnugt um annað en að skýrslugerðarhöfundur hafi verið sá sem stýrði aðgerðum á vettvangi,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Vísi. Af orðum hans má ráða að hann var ekki meðvitaður um að lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAYfirmenn fulltrúans telja engin mistök hafa átt sér staðRétt er að taka fram að sá lögreglufulltrúi sem hér er til umfjöllunar, og var um tíma í stöðu yfirmanns bæði hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild, er ekki sá sami og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Þeir störfuðu báðir hjá fíkniefnadeild. Sá sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær hafði litla aðkomu að tálbeituaðgerðinni og, ólíkt lögreglufulltrúanum sem stýrði aðgerðinni, ekkert vald til að taka ákvarðanir.Báðir eru sakaðir um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Aðeins annar hefur þó haft stöðu grunaðs manns.Eftir ítarlega umfjöllun Vísis um málið þar sem lögregluyfirvöld þráuðust við að upplýsa hvers vegna aðgerðin hefði farið út um þúfur svaraði Friðrik Smári þeirri spurningu. Um fjarskiptavandamál hefði verið að ræða og skilaboð ekki borist til allra sem að aðgerðinni komu.„Þau blokkuðust og skilaboðin komust ekki til allra sem hlut áttu að máli. Kerfið okkar er þannig að ef margir eru í einu að nota talstöðvakerfið þá komast ekki allir að,“ segir Friðrik Smári. Tók hann svo undir orð Aldísar Hilmarsdóttur í fyrri fréttum Vísis að ekki ætti að líta svo á að aðgerðin hefði klúðrast, að mistök hefðu átt sér stað.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara.“Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóTuttugu kíló í tveimur töskumUpphaf málsins má rekja til þess að hollenskar mæðgur komu til landsins með flugi frá Amsterdam föstudaginn 3. apríl, föstudaginn langa, og voru handteknar.Leifsstöð er í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum sem þýðir að málið heyrði undir embættið. Gríðarlega mikið magn fíkniefna, alls tuttugu kíló, fundust í tveimur ferðatöskum og ljóst að málið var umfangsmikið. Konan var fús til samvinnu allt frá byrjun sem er ekki alltaf tilfellið í málum sem þessum. Hún átti bókað flug frá landinu á mánudeginum. Í hönd fór helgi þar sem lögregla beið þess að haft yrði samband við móðurina en ekkert gerðist fyrr en eftir helgina.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málið verður tekið til meðferðar í Hæstarétti síðar í mánuðinum.Vísir/ValliFrábær frammistaða burðardýrsinsÞriðjudaginn 7. apríl fékk lögregla úrskurð hjá héraðsdómi sem veitti lögreglu heimild til að notast við hljóðritunar- og eftirfararbúnað þar sem taldar voru líkur á að afhending myndi eiga sér stað.Afhendingin fór fram þennan þriðjudag á Hótel Frón við Laugaveg í Reykjavík. Lögregla hafði þá skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og auk þess komið fyrrnefndum hljóðritunar- og eftirfararbúnaði fyrir í töskunum. Markmið lögreglu var því augljóslega að fylgja þeim eftir sem myndi sækja efnin í þeim tilgangi að nálgast skipuleggjendur innflutningsins.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri.Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð.Í gögnum málsins er hægt að lesa símasamskipti þeirrar hollensku við aðilana sem vildu nálgast efnin. Aðeins er hægt að lýsa frammistöðu konunnar sem frábærri þar sem henni tekst að sannfæra þá um að hún sé enn með efnin og ekki í samstarfi við lögreglu. Bæði saksóknari og verjandi konunnar voru sammála um það fyrir dómi að konan hefði farið í einu og öllu eftir tilmælum lögreglu.Um sexleytið fékk konan símtal þar sem henni var skipað að afhenda manni fyrir utan hótelið efnin. Móðirin afhenti manninum töskurnar tvær sem innihéldu gerviefni auk hlerunar- og eftirfararbúnaðar. Töskurnar voru komnar upp í bílinn sem Íslendingurinn ók. Hann ók hins vegar aldrei af stað þar sem hann var handtekinn eins og frægt er orðið.Mál lögreglufulltrúans hefur aldrei verið tekið til formlegrar rannsóknar hjá óháðum aðila. Sigríður Friðrjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/stefánEnn höfðu samstarfsmenn ástæðu til að efastSöluvirði efnanna sem hollensku mæðgurnar voru fengnar til að flytja til landsins nemur hundrað milljónum króna. Ljóst var að um stórt verkefni yrði að ræða fyrir íslensku lögregluna ef tækifæri ætti að nýtast til að komast á slóð höfuðpaura í málinu. Því leitaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til félaga sinna á höfuðborgarsvæðinu sem hafa meiri reynslu og kunnáttu þegar kemur að aðgerðum þar sem notast er við hlerunar- og eftirfararbúnað.Að lögreglufulltrúi, sem endurtekið hefur verið sakaður um græsku í gegnum árin af samstarfsmönnum og almenningi, sé falið að stýra slíkri aðgerð hlýtur að vekja upp spurningar um dómgreind yfirmanna hans. Eftir að aðgerðin fór út um þúfur höfðu samstarfsmenn hans í enn eitt skiptið ástæðu til að efast um að allt væri með felldu.Nokkrum vikum síðar var samstarfsmönnum hans nóg boðið og hópur þeirra krafðist aðgerða í málum mannsins. Hann hefur síðan verið færður til í starfi þrisvar á nokkurra mánaða tímabili en aldrei vikið frá störfum. Ríkissaksóknari hefur ekki hafið rannsókn á málefnum lögreglufulltrúans. Þá hefur aðgerðin við Hótel Frón aldrei verið tekin til skoðunar af óháðum aðila.Að neðan má skoða tímalínu Hótel Fróns málsins. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Lögreglufulltrúinn, sem endurtekið hefur verið sakaður um óeðlileg samskipti við glæpamenn í fíkniefnaheiminum og fjallað var um í Fréttablaðinu og Vísi í morgun, stýrði aðgerðum í máli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur á Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Í málinu hlaut hollensk móðir og burðardýr ellefu ára fangelsi og íslenskur sendisveinn fimm ára dóm. Tálbeituaðgerð sem virtist vera að ganga fullkomlega upp, að miklu leyti vegna einlægs samstarfsvilja hollensku móðurinnar, fór út um þúfur eftir að sendisveinninn var handtekinn á afar óeðlilegum tímapunkti. Lögreglufulltrúinn sem til umfjöllunar er hefur verið sakaður um spillingu innan fíkniefnadeildar í áraraðir án þess að við því hafi verið brugðist af yfirmönnum hans. Í Fréttablaðinu í dag er meðal annars fjallað um það þegar Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, fullyrti við undirmenn sína og samstarfsmenn lögreglufulltrúans, að mál hans hefði verið rannsakað. Ásakanirnar væru ekki á rökum reistar og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Formleg rannsókn fór þó aldrei fram á ásökununum. Karl Steinar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. „ Ég ætla að láta embættið tjá sig um það, eftir þeim reglum sem um það gilda,“ segir Karl Steinar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Upplýstu ekki hver stýrði aðgerðumVísir hefur fjallað ítrekað um tálbeituaðgerðina við Hótel Frón sem miður fór. Blaðamaður hefur við skoðun sína á málinu meðal annars flett í gegnum gögn málsins. Athyglisvert er að ekki kemur neins staðar fram að lögreglufulltrúinn hafi stýrt tálbeituaðgerðinni. Málið var sem kunnugt er á ábyrgð Lögreglustjórans á Suðurnesjum en fól LRH umsjón með tálbeituaðgerðinni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í desember að tálbeituaðgerðin hefði verið á ábyrgð hans og Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum við Hótel Frón hafi sótt umboð sitt til þeirra tveggja. Hann vildi þó ekki upplýsa hver hefði stjórnað aðgerðinni. Síðan er komið í ljós að það var fyrrnefndur lögreglufulltrúi.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Lögreglustjórinn ekki upplýsturÞrátt fyrir það er skýrsla um aðgerðina ekki skrifuð af lögreglufulltrúanum heldur af undirmanni hans, nánum samstarfsmanni og vini. Hvers vegna sá sem stýrði aðgerðinni skrifaði ekki sjálfur skýrsluna, eða þá í það minnsta undir hana, er óvenjulegt. Fjölmargir aðrir lögreglumenn sem komu að aðgerðum eru þó nefndir til sögunnar.Vísir hafði samband við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og spurði hann hvort hann hefði verið meðvitaður um að fyrrnefndur lögreglufulltrúi hefði stýrt aðgerðum á vettvangi.„Mér var ekki kunnugt um annað en að skýrslugerðarhöfundur hafi verið sá sem stýrði aðgerðum á vettvangi,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Vísi. Af orðum hans má ráða að hann var ekki meðvitaður um að lögreglufulltrúinn stýrði aðgerðum.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAYfirmenn fulltrúans telja engin mistök hafa átt sér staðRétt er að taka fram að sá lögreglufulltrúi sem hér er til umfjöllunar, og var um tíma í stöðu yfirmanns bæði hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild, er ekki sá sami og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Þeir störfuðu báðir hjá fíkniefnadeild. Sá sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær hafði litla aðkomu að tálbeituaðgerðinni og, ólíkt lögreglufulltrúanum sem stýrði aðgerðinni, ekkert vald til að taka ákvarðanir.Báðir eru sakaðir um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Aðeins annar hefur þó haft stöðu grunaðs manns.Eftir ítarlega umfjöllun Vísis um málið þar sem lögregluyfirvöld þráuðust við að upplýsa hvers vegna aðgerðin hefði farið út um þúfur svaraði Friðrik Smári þeirri spurningu. Um fjarskiptavandamál hefði verið að ræða og skilaboð ekki borist til allra sem að aðgerðinni komu.„Þau blokkuðust og skilaboðin komust ekki til allra sem hlut áttu að máli. Kerfið okkar er þannig að ef margir eru í einu að nota talstöðvakerfið þá komast ekki allir að,“ segir Friðrik Smári. Tók hann svo undir orð Aldísar Hilmarsdóttur í fyrri fréttum Vísis að ekki ætti að líta svo á að aðgerðin hefði klúðrast, að mistök hefðu átt sér stað.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara.“Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóTuttugu kíló í tveimur töskumUpphaf málsins má rekja til þess að hollenskar mæðgur komu til landsins með flugi frá Amsterdam föstudaginn 3. apríl, föstudaginn langa, og voru handteknar.Leifsstöð er í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum sem þýðir að málið heyrði undir embættið. Gríðarlega mikið magn fíkniefna, alls tuttugu kíló, fundust í tveimur ferðatöskum og ljóst að málið var umfangsmikið. Konan var fús til samvinnu allt frá byrjun sem er ekki alltaf tilfellið í málum sem þessum. Hún átti bókað flug frá landinu á mánudeginum. Í hönd fór helgi þar sem lögregla beið þess að haft yrði samband við móðurina en ekkert gerðist fyrr en eftir helgina.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málið verður tekið til meðferðar í Hæstarétti síðar í mánuðinum.Vísir/ValliFrábær frammistaða burðardýrsinsÞriðjudaginn 7. apríl fékk lögregla úrskurð hjá héraðsdómi sem veitti lögreglu heimild til að notast við hljóðritunar- og eftirfararbúnað þar sem taldar voru líkur á að afhending myndi eiga sér stað.Afhendingin fór fram þennan þriðjudag á Hótel Frón við Laugaveg í Reykjavík. Lögregla hafði þá skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og auk þess komið fyrrnefndum hljóðritunar- og eftirfararbúnaði fyrir í töskunum. Markmið lögreglu var því augljóslega að fylgja þeim eftir sem myndi sækja efnin í þeim tilgangi að nálgast skipuleggjendur innflutningsins.Að neðan má sjá viðtal við hollensku móðurina sem tekið var eftir að hún hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri.Þar segist hún telja þurfa að horfa um öxl sér út lífið eftir að hafa veitt lögreglu aðstoð.Í gögnum málsins er hægt að lesa símasamskipti þeirrar hollensku við aðilana sem vildu nálgast efnin. Aðeins er hægt að lýsa frammistöðu konunnar sem frábærri þar sem henni tekst að sannfæra þá um að hún sé enn með efnin og ekki í samstarfi við lögreglu. Bæði saksóknari og verjandi konunnar voru sammála um það fyrir dómi að konan hefði farið í einu og öllu eftir tilmælum lögreglu.Um sexleytið fékk konan símtal þar sem henni var skipað að afhenda manni fyrir utan hótelið efnin. Móðirin afhenti manninum töskurnar tvær sem innihéldu gerviefni auk hlerunar- og eftirfararbúnaðar. Töskurnar voru komnar upp í bílinn sem Íslendingurinn ók. Hann ók hins vegar aldrei af stað þar sem hann var handtekinn eins og frægt er orðið.Mál lögreglufulltrúans hefur aldrei verið tekið til formlegrar rannsóknar hjá óháðum aðila. Sigríður Friðrjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/stefánEnn höfðu samstarfsmenn ástæðu til að efastSöluvirði efnanna sem hollensku mæðgurnar voru fengnar til að flytja til landsins nemur hundrað milljónum króna. Ljóst var að um stórt verkefni yrði að ræða fyrir íslensku lögregluna ef tækifæri ætti að nýtast til að komast á slóð höfuðpaura í málinu. Því leitaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til félaga sinna á höfuðborgarsvæðinu sem hafa meiri reynslu og kunnáttu þegar kemur að aðgerðum þar sem notast er við hlerunar- og eftirfararbúnað.Að lögreglufulltrúi, sem endurtekið hefur verið sakaður um græsku í gegnum árin af samstarfsmönnum og almenningi, sé falið að stýra slíkri aðgerð hlýtur að vekja upp spurningar um dómgreind yfirmanna hans. Eftir að aðgerðin fór út um þúfur höfðu samstarfsmenn hans í enn eitt skiptið ástæðu til að efast um að allt væri með felldu.Nokkrum vikum síðar var samstarfsmönnum hans nóg boðið og hópur þeirra krafðist aðgerða í málum mannsins. Hann hefur síðan verið færður til í starfi þrisvar á nokkurra mánaða tímabili en aldrei vikið frá störfum. Ríkissaksóknari hefur ekki hafið rannsókn á málefnum lögreglufulltrúans. Þá hefur aðgerðin við Hótel Frón aldrei verið tekin til skoðunar af óháðum aðila.Að neðan má skoða tímalínu Hótel Fróns málsins.
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00