Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Hlegið að nasistum

Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinsælasta efni Netflix á árinu

Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hvað ætlaði Finn eiginlega að segja við Rey?

JJ Abrams, leikstjóri kvikmyndarinnar Star Wars: The Rise of Skywalker, er sagður hafa staðfest það við aðdáendur hvað Finn, annarri söguhetju myndarinnar, lá svo ógurlega á að segja við hina söguhetjuna, Rey, þegar þau höfðu komið sér í ógöngur í byrjun myndarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikarinn Danny Aiello er látinn

Bandaríski leikarinn Danny Aiello, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sal í kvikmyndinni Do the Right Thing, er látinn 86 ára að aldri.

Lífið