Meistaradeildin

Fréttamynd

Sergio Aguero segist vera alsaklaus

Argentínumaðurinn Sergio Aguero bjargaði líklega Meistaradeildartímabili Manchester City í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma á móti spænska liðinu Villarreal. Þetta var jafnframt fyrsti sigur City-liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Áfrýjum ekki rauða spjaldinu

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Otelul Galati í Búkarest í kvöld. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United úr vítaspyrnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres má spila á móti Genk á morgun

Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli

Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur

Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Mín markmið eru ekki að setja einhver met

Lionel Messi, varð í gær annar markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi þegar hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri liðsins á BATE Borisov í Meistaradeildinni. Hann deilir nú öðru sætinu með Ladislau Kubala sem skoraði líka 194 mörk fyrir Barca á sínum tíma.

Fótbolti