Meistaradeildin

Fréttamynd

Robben og Ribery orðnir vinir á ný

Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu

Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA lengir leikbann John Terry

UEFA hefur lengt leikbann John Terry, fyrirliða Chelsea, í Meistaradeildinni og hann mun missa af fyrstu tveim leikjum liðsins í deildinni næsta vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

Fótbolti
Fréttamynd

Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni?

"Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurvilji Chelsea-manna bræddi þýska stálið

Sigur Chelsea í Meistaradeildinni er efni í góða og dramatíska Rocky-bíómynd. Hvað eftir annað lifðu Chelsea-menn af þegar allir voru búnir að afskrifa þá og þeir komnir í nær vonlausa stöðu. Þetta er liðið sem tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Napólí í 16 liða úrslitunum, liðið sem þurfti að spila manni færra á móti Lionel Messi og félögum á Nývangi í 53 mínútur og liðið sem lenti 1-0 undir í úrslitaleiknum á móti Bayern München þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Olic: Það vildi enginn taka víti

Ivica Olic, leikmaður Bayern Munich, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær að hann hafi ekki viljað taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni, en sökum þess að allir neituðu því í kringum hann varð Olic að stíga fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

Fótbolti
Fréttamynd

Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

Fótbolti