Körfubolti

Fréttamynd

Keflavík mætir Fribourg

Keflavík sótti portúgalska liðið Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn var jafn þangað til í lokaleikhlutanum þar sem Madeira sigldi fram úr og vann með tíu stigum, 92-82. Keflvíkingar réðu lítið við bakverði heimamanna að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Þrettán stig á 35 sekúndum

Áhorfendum á leik Houston Rockets og San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt þótti ekki mikið til McGradys koma þegar rúm mínúta var til leiksloka. Þá höfðu gestirnir í Spurs 10 stiga forystu, 74--64, og lítið sem ekkert sem benti til að það myndi breytast fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Karfan og handboltinn í kvöld

í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn.

Sport
Fréttamynd

37 stiga sigur ÍR í Grindavík

ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71.

Sport
Fréttamynd

Enn vinna Fjölnismenn

Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96.

Sport
Fréttamynd

Chicago vann loks leik

Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði Grindavík

Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Fimm af sex liðum komin með kana

Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum.

Sport
Fréttamynd

Madeira-Keflavík í kvöld

Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni.

Sport
Fréttamynd

Loks sigur hjá liði Keith Vassell

Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Keflavík áfram í Evrópukeppninni

Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi.

Sport
Fréttamynd

10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál

Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Redknapp til Southampton?

Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan.

Sport
Fréttamynd

ÍS lagði Njarðvík

ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig.

Sport
Fréttamynd

Jason Kidd með á ný

Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður

Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega.

Sport
Fréttamynd

Keflavík tapaði gegn Bakken Bears

Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26.

Sport
Fréttamynd

Kidd með góðan leik

Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Stúdína í 1. deild

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

O Neal byrjaður að mæta á æfingar

Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla.

Sport
Fréttamynd

Nike-auglýsing bönnuð í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann.

Sport
Fréttamynd

Leikir Snæfells í beinni á netinu

Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, mun hefja beinar útsendingar af heimaleikjum liðsins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 20 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Dynamo St. Petersburg, beið lægri hlut fyrir Khimki á heimavelli, 101-114.

Sport
Fréttamynd

Ferguson aðvarar Chelsea

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað Chelsea við að reynsluleysi liðsins muni kosta það titilinn.

Sport
Fréttamynd

Grindavík fær nýjan leikmann

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gert samning við bandaríska leikmanninn Terrel Taylor og verður hann löglegur gegn ÍR á föstudaginn kemur.

Sport