Fótbolti

Fréttamynd

Alexandra skoraði í bikarsigri

Alexandra Jóhannsdóttir og liðsfélagar hennar í Eintracht Frankfurt heimsóttu Nürnberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Alexandra skoraði þriðja mark liðsins í öruggum 5-0 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum

Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Albert og félagar aftur á sigurbraut

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust loks aftur á sigurbraut þegar að liðið fékk Go Ahead Eagles í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0, en liðið hafði tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar

Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap United á tímabilinu

María Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í Manchester United töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið tók á móti ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Lokatölur 6-1, en María spilaði allan leikinn í hjarta varnar United.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór kom inn á í sigri | Guðmundur og félagar töpuðu

Leikið var í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution eru enn langefstir í austur deildinni eftir 2-1 sigur gegn Orlando City en Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í New York City FC mistókst að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þegar þeir töpuðu 1-0 gegn nágrönnum sínum í New York Red Bulls.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári

KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimm sigrar í röð hjá Bayern

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa nú unnið fimm leiki í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Bæjarar unnu 3-1 útisigur á Greuther Fürth.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ian Jeffs hættir með ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tammy Abraham skaut Roma aftur á sigurbraut

Roma vann 1-0 sigur þegar að liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar José Mourinho eru nú með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum eftir tap í síðustu umferð.

Fótbolti