Fótbolti

Fréttamynd

Táningur bannaður fyrir lífs­tíð

Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofur­bikarsins

Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Fótbolti
Fréttamynd

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Blásið til sóknar á Hlíðar­enda

Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kamerún og Búrkína Fasó í sex­tán liða úr­slit

A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marti­al segir Ralf ljúga

Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

Fótbolti