Fótbolti

Fréttamynd

Jóhann lýsir verstu vikum ferilsins

Árið 2022 hefur verið hálfgerð martröð hingað til fyrir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmann í knattspyrnu, sem ekki spilar með Burnley á næstunni og missir væntanlega af landsleikjunum í mars.

Enski boltinn
Fréttamynd

Falleg stund þegar Roman Yaremchuk fékk fyrirliðaband Benfica

Úkraínski framherjinn Roman Yaremchuk spilaði seinasta hálftíma leiksins er Benfica vann 3-0 sigur gegn Vitoria de Guimaraes í portúgölsku deildinni í fótbolta í gær og fékk vægast sagt mikinn stuðning áhorfenda og liðsfélaga sinna þegar hann kom inn af varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar náðu í stig gegn meisturum Inter

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem nældi í stig gegn Ítalíumeisturum Inter Milan í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 0-0 en Albert fékk gott færi snemma leiks en brenndi af.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese náði í stig á San Siro

AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Milan misstigu sig í toppbaráttunni en þeir eru í harðri baráttu við Inter og Napoli um ítalska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu

Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf.

Fótbolti
Fréttamynd

„Biðjið fyrir okkur“

Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ í dauðafæri

Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná.

Skoðun
Fréttamynd

Napoli mis­steig sig í titil­bar­áttunni

Napoli gerði 1-1 jafntefli við Cagliari á útivelli er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur og liðið hefði jafnað AC Milan að stigum á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Guð­mundur á leiðinni til Ála­borgar

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag.

Fótbolti