Fótbolti

Fréttamynd

Stefán Teitur hóf endur­komu Sil­ke­borg

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Pereira hetja PSG í fjar­veru Messi

Lionel Messi er farinn í frí til að vera í sem bestu formi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar eftir aðeins tvær vikur. Lið hans París Saint-Germian er hins vegar enn að spila og stóð í ströngu gegn Lorient í dag. Unnu meistararnir nauman 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Danilo Pereira þegar skammt var til leiksloka.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“

Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alltaf gaman að spila á móti ein­hverjum sem maður þekkir“

Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitt mest stressandi augna­blik lífs míns“

Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðju­leik Piqu­e

Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern lyfti sér upp í efsta sætið

Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal tryggði sér efsta sætið

Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven.

Fótbolti