Fótbolti

Fréttamynd

Orri Steinn skoraði þegar FCK komst í átta liða úr­slit

FC Kaupmannahöfn komst naumlega í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur gegn Thisted FC í framlengdum leik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði mark FCK í leiknum. Stefán Teitur Þórðarson kom inn af varamannabekknum hjá Silkeborg er liðið tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Norr­köping vill kaupa Arnór til baka frá CSKA

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er á fullu þessa dagana að reyna festa kaup á fyrrum leikmanni liðsins, Arnóri Sigurðssyni. Hann lék með liðinu síðari hluta tímabils eftir að hafa fengið undanþágu frá FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Vitum að þetta er karl­lægur heimur, þessi knatt­spyrnu­heimur“

Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tippari af Aust­fjörðum fimm milljónum ríkari

Tippari af Austfjörðum er væntanlega í skýjunum eftir úrslit helgarinnar í Enska boltanum. Tipparinn var heldur betur sannspár með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. Fyrir það hlaut hann tæpar 5,3 milljónir í vinning.

Innlent
Fréttamynd

Man. Utd og Barcelona mætast

Stórlið Barcelona og Manchester United mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í umspilið í dag, í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf

Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla konan með fjórða sigurleikinn í röð

Juventus vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku Serie A deildinni þegar liðið lagði erkifjendur sína í Inter á heimavelli í kvöld. Lokatölur 2-0 og Gamla konan fer því upp fyrir Inter í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio hafði betur í Rómarslagnum

Lazio hafði betur í slag Rómarliðanna í ítalska boltanum í dag. Felipe Anderson skoraði eina mark leiksins og sigurinn þýðir að Lazio fer upp fyrir nágranna sína í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle fór létt með Southampton

Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

Enski boltinn