Fótbolti

Fréttamynd

LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas

Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Infantino vill HM á þriggja ára fresti

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, vill að heimsmeistaramótið í fótbolta sé haldið með þriggja ára millibili frekar en fjögurra eins og hefur verið venjan frá því mótið var sett á laggirnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már aftur til Rúmeníu

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er ekki lengur án félags. Hann hefur samið við rúmenska liðið Voluntari og snýr því aftur til Rúmeníu eftir að hafa spilað með CFR Cluj þar í landi frá febrúar 2021 þangað til í júlí á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn skoraði og Hjörtur byrjaði

Kolbeinn Þórðarson og Hjörtur Hermannsson byrjuðu báðir í sigurleikjum fyrir lið sín í kvöld. Lommel, lið Kolbeins, lagði varalið Standard Liegé og Hjörtur var í hjarta varnarinnar fyrir Pisa í ítölsku B-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Fótbolti
Fréttamynd

Vara­ne og Kona­té að glíma við veikindi

Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi í fyrsta sinn í landsliðinu

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður Beerschot í Belgíu, er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum í fótbolta sem mætir Eistlandi og Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum á Algarve í byrjun næsta árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon vann í London | Miedema mögu­lega illa meidd

Evrópumeistarar Lyon fóru til Lundúna í kvöld og sóttu þrjú stig í greipar Arsenal. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hollenska markamaskínan Vivianne Miedema illa meidd af velli. Óvíst er hversu lengi hún verður frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans

Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun.

Innlent