Fótbolti

Fréttamynd

Manchester United valtaði yfir Liverpool

María Þórisdóttir kom inná sem varamaður á 70. mínútu þegar lið hennar, Manchester United, sigraði Liverpool með sex mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór setti boltann í eigið net

Willum Þór Willumsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar lið hans Go Ahead Eagles gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli pakkaði Juventus saman í toppslagnum á Ítalíu

Juventus hafði unnið átta leiki í röð án þess að fá á sig mark áður en að mætti toppliði Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Juventus átti aldrei möguleika gegn Napoli í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna í Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi

Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 

Tónlist
Fréttamynd

Felix sá rautt í tapi Chelsea gegn Ful­ham

João Félix byrjar lánstíma sinn hjá Chelsea ekki vel þar sem hann fékk beint rautt spjald í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Chelsea einnig leiknum gegn nágrönnum sínum í Fulham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ís­land henti frá sér sigrinum

Ísland glutraði niður eins marks forystu í vináttuleik gegn Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 2-1 sigur eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið Íslandi yfir í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Jesper mun ekki spila á Ís­landi næsta sumar

Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård hefur samið við B-deildarliðið Fredericia í heimalandinu. Hann mun því ekki spila fótbolta á Íslandi næsta sumar en eftir að samningi hans við Val var rift opinberaði Jesper að hann væri til í að vera áfram hér á landi ef rétt tilboð bærist.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Southampton sló City úr leik

Southampton gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. City fer því ekki með gott veganesti inn í helgina þar sem þeir mæta Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kefla­vík byrjað að safna liði

Eftir að hafa statt og stöðugt misst leikmenn úr leikmannahópi sínum hefur Keflavík loks sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og lék síðast með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Frakkar halda tryggð við Deschamps

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.

Fótbolti