NBA

Fréttamynd

Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil

NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen

Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-dómararnir búnir að semja

NBA-deildin og dómarar deildarinnar komu sér saman um nýjan fimm ára samning í nótt en það á síðan enn eftir að koma í ljós hvort dómararnir fái að dæma einhverja leiki í vetur því verkfall í NBA er enn í fullum gangi.

Körfubolti
Fréttamynd

Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU

Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992.

Körfubolti
Fréttamynd

Stíf fundarhöld í NBA-deilunni

Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins

LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heimsins, heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins, besta fótboltaliðs heims, á laugardagskvöldið. James hefur verið á ferðinni um Asíu og Evrópu síðustu vikurnar til að kynna fatalínu sem er með samning við hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýjar reglur: NBA-leikmenn geta ekki stungið af í Kína

NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni

LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons

Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Frank að taka við Detroit Pistons

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætlar Detroit Pistons að bjóða Lawrence Frank þjálfarastöðu félagsins en þjálfarastaðan hefur verið laus í rúman mánuð eftir að John Kuester var rekinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe í viðræðum við Besiktas

Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming leggur skóna á hilluna

Stærsta íþróttastjarna Kínverja, Yao Ming, hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta. Þrálát meiðsli gerðu það að verkum að Ming neyðist til þess að leggja skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Sumir eru bjartsýnir - NBA gefur út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil

Forráðamenn NBA-deildarinnar gáfu í kvöld út leikjadagskrána fyrir tímabilið 2011-2012 þrátt fyrir að allt bendi til þess að verkfall komi í veg fyrir að leikirnir fari yfir höfuð fram. Það hefur lítið gengið í samningaviðræðum eigenda og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það er því ólíklegt að fyrrnefnd leikjadagskrá muni halda í óbreyttri mynd.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard íhugar að fara til Kína

Leikmenn NBA-deildarinnar eru margir farnir að velta fyrir sér hvar þeir eigi að spila körfubolta í vetur en það er verkbann í NBA-deildinni. Eins og staðan er núna verður ekkert spilað í deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Aguero tekur ákvörðun í vikunni

Argentínumaðurinn Sergio Aguero mun taka ákvörðun um framtíð sína í vikunni. Aguero hefur verið upptekinn með Argentínu á Copa America en þar sem Argentína er úr leik getur leikmaðurinn farið að vinna í sínum málum.

Fótbolti