Donald Trump

Fréttamynd

Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS

Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum.

Erlent
Fréttamynd

Nefnd um öryggi í skólum vill vopna kennara

Nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stofnaði í kjölfar skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída fjallaði nánast ekkert um byssueign í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Banna umdeild byssuskefti

Ríkisstjórn Donald Trump hefur bannað sérstök byssuskefti sem gera eigendum kleift að skjóta úr hálfsjálfvirkum vopnum eins og þau væru sjálfvirk.

Erlent
Fréttamynd

Comey lét Trump og Repúblikana heyra það

„Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“

Erlent
Fréttamynd

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá

Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017.

Erlent
Fréttamynd

Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi

Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum.

Viðskipti erlent