Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

„Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.

Taka þurfi erfiðar ákvarðanir til að ná fram 370 milljóna hagræðingu

Reiknað er með að rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar fyrir næsta ár verði neikvæð um 672 milljónir. Stefnt er að því að hagræða í rekstri bæjarins um 370 milljónir króna. Bæjarstjórnin segir ljóst að til að ná fram þeirri hagræðingu þurfi að taka erfiðar ákvarðanir.

Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón.

Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum.

Rann­sókn á hóp­nauðgunar­máli á loka­stigi

Landsréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja þess efnis að tveir erlendir karlmenn, grunaðir um hópnauðgun gegn konu, skuli sitja áfram í farbanni. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Ó­sáttur við hvernig Vig­dís per­sónu­gerði gagn­rýnina

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni.

Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods

Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn.

Sjá meira