Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti

Bandaríkin setja pakistanskan stjórnmálaarm hryðjuverkasamtaka sem drápu á annað hundrað í Mumbai á hryðjuverkasamtakalistann. Flokkurinn, Milli Muslim League, hyggur á framboð í fyrsta sinn. Forsprakkinn, Hafiz Saeed, er einn eftirlýstasti maður heims.

Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta

Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook.

Sneri aftur eftir hjartaaðgerð

Líðan tortímandans Arnolds Schwarzenegger var í gær sögð stöðug eftir að hann var drifinn í opna hjartaaðgerð seint á skírdag. Var þá skipt um slöngu í hjartaloku en slíkri slöngu var fyrst komið fyrir í hinum austurrísk-bandaríska Schwarzen­egger árið 1997.

Hægt að herða á iPhone-símum

Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar.

Huawei gefst ekki upp

Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp.

Erdogan vill ekkert með Frakka hafa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagnrýndi í gær harðlega tillögu Frakka um milligöngu í friðarviðræðum á milli Tyrkja og SDF, hersveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Egyptar loka enn einum fréttavefnum

Yfirvöld í Egyptalandi lokuðu á fréttavefinn al-Manassa í gær eftir að miðillinn hafði fjallað um meint brot á kosningalögum sem eiga að hafa átt sér stað í forsetakosningum vikunnar.

Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn

Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil.

Sjá meira