Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Helmingur íbúa vill úr landi

Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic.

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Tugir fórust í átökunum

Tugir létust í átökum í Amhara-héraði Eþíópíu um síðustu helgi er uppreisnarmenn reyndu að steypa héraðsstjórninni af stóli.

Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað.

Fór á fund drottningar

Hin nýja danska stjórn hefur birt átján blaðsíðna stjórnarsáttmála þar sem loftslagsmálin vega einna þyngst.

Ekkert táragas til Hong Kong

Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu.

Kynntu áætlun fyrir Palestínu

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels.

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.

Vilja að hætt sé við framsal

Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna.

Sjá meira