Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu

Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Fengu hláturskast þegar kökurnar voru afhjúpaðar

Fyrsti þátturinn af Blindur Bakstur var sýndur um helgina á Stöð 2 en um er að ræða nýja keppni í kökubakstri. Þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran fékk þær Tobbu Marínós og Júlíönnu Söru til þess að baka „red velvet“ köku og var útkoman virkilega skemmtileg.

Fyrsta íslenska baksturskeppnin fer í loftið á Stöð 2

„Við höfum verið með hugmynd að kökuþætti í langan tíma og löngu tímabært að fá íslenska kökukeppni í loftið. Það eru svo margir skemmtilegir baksturs- og kökuþættir erlendis og því fannst mér alveg tilvalið að fara af stað með þetta hér á landi,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi.

RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“

„Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014.

Biðin eftir greiningu tapaðir dagar í lífi þessara barna

„Í taugalækningum er sambandið við foreldra og sjúklingana mjög sterkt. Ég held að ég geti talað við allan hópinn okkar, að þessi börn sitja í okkur daginn út og daginn inn,“ segir barnalæknirinn Laufey Ýr Sigurðardóttir.

Sjá meira