Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við að eldgosinu á Reykjanesi þar sem fólki stafar töluverð hætta á reykeitrun vegna mikilla gróðurelda frá glóandi hrauninu. Fjölmargir hafa þó lagt leið sína að eldstöðvunum í ágætu gönguveðri í dag. - Við skoðum einnig gönguleiðina sem er býsna löng og heyrum í fólki á leiðinni.

Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk

Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk.

Fátækt fólk aldrei notið meiri vinsælda

Æviminningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, sem lýsir misrétti sveitarómaga á 20. öld, nýtur enn mikilla vinsælda í bókabúðum. Bókmenntafræðingur segir bókina með þeim sérstæðustu sem skrifaðar hafa verið á íslenskri tungu.

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Líkur á mun kröftugra gosi

Kvikuinnflæði í innskot milli Fagradalsfjalls og Keilis er 88 rúmmetrar á sekúndu. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur segir um töluverðan hraða að ræða og meiri en í fyrri gosum á Reykjanesi. 

Sjá meira