varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jón Jóns­son kemur nýr inn í stjórn

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson tók í gær sæti í stjórn UN Women á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Hann kemur inn í stjórn í stað Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hverfur úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Vantrauststillagan felld

Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. 

Tekur við stöðu for­stjóra Securitas

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann hefur verið í hlutverki forstjóra frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar en var áður fjármálastjóri félagsins.

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR

ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna.

Taka við stjórn­enda­stöðum hjá Advania

Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

„Takt­laust og ó­smekk­legt“

„Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“

Bene­dikt tekur við af Andrési hjá SVÞ

Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu og mun hann hefja störf 1. september næstkomandi. Hann tekur við stöðunni af Andrési Magnússyni.

Sjá meira