Sjötíu og einn er nú með virkt kórónuveirusmit á landinu

Sjötíu og einn er nú með virkt kórónuveirusmit á landinu og hefur þeim fjölgað um 13 á milli daga. Einn kann að hafa greinst á landamærunum í gær en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar í hans tifelli. Ekki hafa verið fleiri smitaðir á sama tíma á Íslandi í rúma þrjá mánuði eða síðan í lok apríl. Öll þau sem greindust með veiruna í gær voru skimuð hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, einn er nú á sjúkrahúsi með veiruna og segist slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í fjóra covid-tengda sjúkraflutninga síðast liðinn sólarhring. Skimun fyrir kórónuveirunni fer fram á Akranesi í dag þar sem Íslensk erfðagreining hafði boðað slembiúrtak í skimun.

16
03:34

Vinsælt í flokknum Fréttir