Heildarafkoma ríkissjóðs var neikvæð um 39 milljarða króna í fyrra
Heildarafkoma ríkissjóðs var neikvæð um 39 milljarða króna í fyrra sem er um 24 milljörðum lakari niðurstaða en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í endurskoðuðum ríkisreikningi fyrir árið 2019 sem Fjársýslan birti á dögunum og Hagsjá Landsbankans fjallar um í dag.