Innlent

Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun kl. 8.30

Heimir Már Pétursson skrifar
Brugðið gæti til beggja vona.
Brugðið gæti til beggja vona. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í vaxtamálum klukkan hálf níu.

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að meginvextir Seðlabankans breytist ekki og verði áfram 1 prósent. 

Hins vegar muni langvarandi vaxtahækkunartímabil hefjast í nóvember. 

Seðlabankinn gæti gæti þó ákveðið að hækka meginvextina strax í dag vegna þess að verðbólga væri enn töluvert yfir 2,5 prósenta markmiði bankans en hún væri enn nokkuð yfir fjórum próentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×