Lífið

Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson

Sylvía Hall skrifar
Heimildarmynd sem fjallar um meint brot Jackson hefur vakið mikið umtal.
Heimildarmynd sem fjallar um meint brot Jackson hefur vakið mikið umtal. Vísir/Getty
The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. Munirnir sem um ræðir eru hattur, hvítur hanski söngvarans og plakat sem var til sýnis á safninu sem staðsett er í heimafylki Jackson.

Að sögn Chris Carron, safnstjóra á safninu, var ákvörðunin tekin vegna þess að safnið vilji einungis sýna muni sem segja sögu fyrirmyndarfólks. Þá sé einnig tekið mið af því að safnið er hugsað fyrir börn og sá hópur sé viðkvæmari en gengur og gerist, sérstaklega þar sem ásakanirnar sem koma fram í myndinni snúa að kynferðisbrotum gegn börnum.

„Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur sprottið upp eftir HBO myndina „Leaving Neverland“, sem fjallar um meint ofbeldi gagnvart börnum, fjarlægðum við þessa muni á meðan við athugum stöðuna betur,“ segir í yfirlýsingu frá safninu.

Í „Leaving Neverland“ er rætt við þá Wade Robson og James Safechuck sem halda því báðir fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Í myndinni lýsa þeir grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans og rekja brotin í miklum smáatriðum í myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×