Volkswagen fækkar störfum um 30.000 Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2016 10:17 Í einni verksmiðju Volkswagen. Volkswagen hefur tilkynnt um 30.000 starfsmanna fækkun hjá bílasamstæðu sinni sem gerast mun á næstu 5 árum. Ekki verður um neinar uppsagnir að ræða heldur verður ekki ráðið í þau störf sem losna er starfsfólk hættir vegna aldurs eða uppsagna af eigin frumkvæðis. Þessi fækkun starfa er afleiðing af dísilvélasvindli Volkswagen sem verður fyrirtækinu afar dýrt og hefur Volkswagen þurft að endurskipuleggja mjög starfsemi sína og skera niður kostnað í hverju horni. Volkswagen þarf að greiða samtals 2.130 miljarða króna í sektir og bætur til eigenda þeirra bíla sem höfðu svindlhugbúnað og yrði það ofviða fyrirtækinu ef ekki er ráðist í mikinn niðurskurð kostnaðar. Í áætlunum Vokswagen kveður á að ná skal 4% hagnaði af sölu árið 2020, en hann var undir 2% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Niðurskurður starfa mun verða um 23.000 í heimalandinu Þýskalandi og stefnan er að auka framleiðni um 25% á næstu árum. Aukin vélvæðing er partur af þeirri áætlun. Volkswagen ætlar að fjárfesta fyrir 425 milljarða króna til að byggja upp fullkomna framleiðslu á rafmagnsbílum, en áhersla Volkswagen hefur færst til framleiðslu á slíkum bílum eftir disilvélasvindlið og á þeirri vegferð verða til ný störf, sem þó eru annars eðlis en þau störf sem aflögð verða. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Volkswagen hefur tilkynnt um 30.000 starfsmanna fækkun hjá bílasamstæðu sinni sem gerast mun á næstu 5 árum. Ekki verður um neinar uppsagnir að ræða heldur verður ekki ráðið í þau störf sem losna er starfsfólk hættir vegna aldurs eða uppsagna af eigin frumkvæðis. Þessi fækkun starfa er afleiðing af dísilvélasvindli Volkswagen sem verður fyrirtækinu afar dýrt og hefur Volkswagen þurft að endurskipuleggja mjög starfsemi sína og skera niður kostnað í hverju horni. Volkswagen þarf að greiða samtals 2.130 miljarða króna í sektir og bætur til eigenda þeirra bíla sem höfðu svindlhugbúnað og yrði það ofviða fyrirtækinu ef ekki er ráðist í mikinn niðurskurð kostnaðar. Í áætlunum Vokswagen kveður á að ná skal 4% hagnaði af sölu árið 2020, en hann var undir 2% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Niðurskurður starfa mun verða um 23.000 í heimalandinu Þýskalandi og stefnan er að auka framleiðni um 25% á næstu árum. Aukin vélvæðing er partur af þeirri áætlun. Volkswagen ætlar að fjárfesta fyrir 425 milljarða króna til að byggja upp fullkomna framleiðslu á rafmagnsbílum, en áhersla Volkswagen hefur færst til framleiðslu á slíkum bílum eftir disilvélasvindlið og á þeirri vegferð verða til ný störf, sem þó eru annars eðlis en þau störf sem aflögð verða.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent