Fótbolti

James: Við erum Real Madrid og óttumst ekki neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James á skot að marki í gærkvöldi.
James á skot að marki í gærkvöldi. vísir/getty
James Rodríguez, Kólumbíumaðurinn í liði Real Madrid, segir að Real-menn verði að gleyma tapinu gegn Sevilla í gærkvöldi sem fyrsta þar sem stórir leikir eru framundan.

Real hefur byrjað frábærlega undir stjórn Rafa Benítez og var taplaust þar til kom að 3-2 ósigri gegn Sevilla í Andalúsíu í gærkvöldi.

James kom til bara eftir meiðsli í gær og skoraði annað af tveimur mörkum Real. Hitt skoraði Sergio Ramos. „Það er auðvelt að benda á hvorn annan núna,“ sagði James við blaðamenn eftir ósigurinn í gær.

„Þegar við vinnum gerum við það sem lið og þegar við töpum gerum við það sem lið. Við verðum allir að vera klárir í næsta leik.“

Barcelona kláraði sinn leik um helgina og hefur því þriggja stiga forskot á toppnum, en þessir miklu erkifjendur hafa haldist í hendur á toppnum undanfarnar vikur.

Um aðra helgi er svo komið að risaslagnum þegar barcelona og Real Madrid mætast í El Clásico. „Barcelona er á skriði núna en við óttumst ekkert. Við erum Real Madrid. Það verður áhugaverður leikur,“ sagði James Rodríguez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×