Fótbolti

Suker: Rakitic minnir mig á Bernd Schuster

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakitic hefur verið öflugur í upphafi tímabils.
Rakitic hefur verið öflugur í upphafi tímabils. Vísir/Getty
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Rakitic hefur byrjað tímabilið vel með Barcelona, en hann gekk til liðs við félagið frá Sevilla í sumar.

Rakitic, sem er 26 ára, hefur byrjað alla fjóra deildarleiki Barcelona til þessa, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Katalóníuliðið gegn Levante um helgina.

Davor Suker, fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu og leikmaður Sevilla og Real Madrid, segir að landi sinn hafi allt til þess að verða stjarna á Nývangi.

„Hann er frábær leikmaður. Ég held að þetta hafi verið góð kaup hjá Barcelona,“ sagði Suker sem gegnir nú embætti forseta króatíska knattspyrnusambandsins.

„Leikstíll hans minnir mig svolítið á Bernd Schuster. Ég get alveg séð hann skora 10-12 mörk á tímabilinu.“

Barcelona er með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni, en liðið sækir Málaga heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.


Tengdar fréttir

Öruggt hjá Barcelona

Lionel Messi klikkaði á víti en Börsungar skoruðu fimm gegn Levante á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×