Körfubolti

Auðvelt hjá Miami | Frábær endurkoma hjá Lakers

NBA-meistarar Miami Heat unnu frekar auðveldan sigur á LA Clippers í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Svo auðveldur var sigurinn að LeBron James og Dwyane Wade gátu hvílt sig nánast allan fjórða leikhlutann.

James var stigahæstur á vellinum með 30 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Miami spilaði án þeirra Chris Bosh og Ray Allen sem eru með flensu. Wade skoraði 20 stig.

Chros Paul skoraði aðeins þrjú stig fyrir Clippers í leiknum og setti niður eitt af fimm skotum sínum.

Lakers lenti í bullandi vandræðum gegn Charlotte og var mest 20 stigum undir í leiknum. Kobe Bryant skoraði öll sín 20 stig í leiknum í síðari hálfleik er Lakers kom til baka og vann leikinn.

Ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs lauk síðan er liðið tapaði mjög óvænt gegn Detroit.

Úrslit:

Washington-Brooklyn 89-74

Charlotte-LA Lakers 93-100

Indiana-Toronto 98-100

Atlanta-New Orleans 100-111

Detroit-San Antonio 119-109

Cleveland-Orlando 119-108

Miami-LA Clippers 111-89

Memphis-Golden State 99-93

Houston-Portland 118-103

Oklahoma-Phoenix 127-96

Minnesota-NY Knicks 94-100

Utah-Chicago 89-93



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×