Körfubolti

Shaq komst upp með að blogga í hálfleik

Nordic Photos/Getty Images

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix stalst á samskiptasíðuna Twitter í hálfleik í leik gegn Washington á laugardaginn og skrifaði stutta færslu.

Það komst í fréttirnar á dögunum þegar Charlie Villanueva hjá Milwaukee var húðskammaður af þjálfara sínum fyrir að skrifa færslu á Twitter í hálfleik, en það er líklega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón.

Færsla O´Neal á laugardagskvöldið var reyndar stutt, hann skrifaði "ussss" og hefur þar væntanlega verið að gera grín að fárinu sem varð í kring um færslu Villanueva um daginn.

Alvin Gentry, þjálfari Phoenix, segir að það varði sig engu hvað O´Neal geri í hálfleik.

"Hann má gera hvað sem hann vill ef hann skorar 25 stig og hirðir 11 fráköst í hverjum leik. Hann má mínvegna vera á Twitter, Facebook og MySpace," sagði þjálfarinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×