Körfubolti

NBA í nótt: Metjöfnun hjá Cleveland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James sækir að Brook Lopez í leiknum í nótt.
LeBron James sækir að Brook Lopez í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images

Cleveland vann í nótt sinn níu-nda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta og þar með sinn 57. sigur á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu.

Cleveland vann New Jersey, 96-88, þar sem LeBron James skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur á miðvikudagskvöldið og getur þá Cleveland bætt þetta met sitt.

Zydrunas Ilgauskas var með átján stig fyrir Cleveland sem er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni, 57 sigra og þrettán töp.

Hjá New Jersey var Vince Carter stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Devin Harris var fjarverandi vegna meiðsla og munaði um minna hjá New Jersey.

Toronto vann LA Clippers, 100-76. Chris Bosh var með sextán stig og þrettán fráköst. Shawn Marion bætti við fjórtán stigum og tók þrettán fráköst fyrir Toronto.

Houston vann San Antonio, 87-85. Luis Scola skoraði sigurkörfu leiksins þegar rúmar ellefu sekúndur voru til leiksloka eftir glæsilega sendingu Yao Ming. Houston tók þar með efsta sætið af San Antonio í Suðvesturriðlinum í Vesturdeildinni.

Miami vann Detroit, 101-96. Dwayne Wade skoraði 39 stig fyrir Miami en það var Udonis Haslem sem tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka.

Oklahoma City vann Minnesota, 97-90. Kevin Durant skoraði 30 stig og Jeff Green sautján fyrir Oklahoma City.

New Orleans vann Golden State, 99-89. Chris Paul skoraði 27 stig og David West 23 fyrir New Orleans sem vann sinn þriðja sigur í röð.

Philadelphia vann Sacramento, 112-100. Andre Iguodala skoraði 27 stig í leiknum og hitti úr tíu fyrstu skotum sínum í leiknum.

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×