Körfubolti

Stærsta tap Denver í tólf ár

Carmelo Anthony (th) sækir að Vince Carter
Carmelo Anthony (th) sækir að Vince Carter AFP

Sjö leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver mátti þola stærsta tap sitt frá árinu 1997 þegar liðið steinlá 114-70 fyrir New Jersey á útivelli.

Fevin Harris skoraði 28 stig fyrir New Jersey en Carmelo Anthony setti 15 stig fyrir Denver.

LA Clippers vann annan stóran útileik sinn í röð þegar liðið skellti Atlanta 121-97. Al Thornton skoraði 31 stig fyrir Clippers en Marvin Williams og Joe Johnson 17 hvor fyrir Atlanta.

Philadelphia lagði Miami 94-84 á heimavelli og Memphis lagði Toronto 78-70.

Dirk Nowitzki skoraði 44 stig fyrir Dallas sem lagði Chicago naumlega 115-114 eftir framlengdan leik á útivelli. Ben Gordon skoraði 28 stig fyrir Chicago.

Houston vann sigur á Minnesota 107-90 þar sem Yao Ming skoraði 30 stig fyrir Houston en Al Jefferson var með tröllatvennu hjá gestunum með 36 stig og 22 fráköst.

Loks vann Detroit sigur á Milwaukee 126-121 á útivelli eftir framlengingu. Rip Hamilton skoraði 38 stig fyrir Detroit en Ramon Sessions fór mikinn hjá Milwaukee með 44 stig og 12 stoðsendingar.

Leikur Cleveland og LA Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20:30 í kvöld þar sem LeBron James og Kobe Bryant leiða saman hesta sína.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×