Körfubolti

Enn tapar Boston

Kendrick Perkins og Kevin Garnett hjá Boston kljást hér við Emeka Okafor hjá Charlotte í leik liðanna í nótt
Kendrick Perkins og Kevin Garnett hjá Boston kljást hér við Emeka Okafor hjá Charlotte í leik liðanna í nótt AP

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði enn einum leiknum þegar það lá fyrir Charlotte Bobcats eftir framlengdan leik 114-106.

Þetta var fimmta tap meistara Boston í sjö leikjum eftir að liðið vann nítján leiki í röð. Raymond Felton skoraði 25 stig fyrir Charlotte og nýliðinn DJ Augustin skoraði 11 af 20 stigum sínum í framlengingunni. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston og Ray Allen 20.

New Orleans vann góðan útisigur á LA Lakers og batt þar með enda á fimmtán leikja sigurgöngu Vesturdeildarmeistararnna á heimavelli.

David West skoraði 15 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og skoraði tveimur stigum meira en allt Lakers-liðið í leikhlutanum. Chris Paul skoraði 32 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir New Orleans en Kobe Bryant var bestur hjá Lakers með 39 stig.

Orlando lagði Washington 89-80. Hedo Turkoglu skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard var með 15 stig og 16 fráköst en Caron Butler skoraði 29 fyrir Washington.

Philadelphia skellti Houston heima 104-96. Andre Iguodala setti 28 stig fyrir Philadelphia en Luis Scola var með 18 stig og 17 fráköst hjá gestunum.

Oklahoma vann aðeins sinn fimmta sigur í 35 leikjum í vetur þegar það lagði New York 107-99 á heimavelli. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Oklahoma en Al Harrington 21 fyrir New York.

Minnesota lagði Memphis 94-87 í botnslag í Vesturdeildinni. Randy Foye skoraði 23 fyrir Minnesota en Hakim Warrick 22 fyrir Memphis.

Chicago lagði Sacramento heima 99-94 á heimavelli. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir heimamenn en Kevin Martin 29 stig fyrir gestina.

Þá vann Dallas sigur á LA Clippers 107-102 á heimavelli og fékk 34 stig frá Dirk Nowitzki. Eric Gordon skoraði 32 stig fyrir Clippers og Marcus Camby hirti 19 fráköst.

Staðan í NBA deildinni

 

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×