Körfubolti

Alston til Orlando

Rafer Alston fer frá Texas til Flórída
Rafer Alston fer frá Texas til Flórída NordicPhotos/GettyImages

Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni lokaði í gær og ekki varð eins mikið um skipti og vonast hafði verið til.

Það ber hæst að Orlando nældi sér í leikstjórnanda til að leysa hinn meidda Jameer Nelson að hólmi þegar félagið fékk Rafer Alston frá Houston Rockets.

Houston fékk Brian Cook frá Orlando og bakvörðinn Kyle Lowry frá Memphis, en Memhis fékk Mike Wilks frá Orlando og miðherjann Andonal Foyle og peninga.

New York fékk til sín bakvörðinn Larry Hughes frá Chicago og lét í staðinn þá Jerome James, Tim Thomas og Anthony Roberson.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×