Körfubolti

Stórleikur James tryggði Cleveland sigur

LeBron treður með tilþrifum í Salt Lake City í nótt
LeBron treður með tilþrifum í Salt Lake City í nótt AP

Cleveland hefur bestan árangur allra liða í NBA deildinni og í gærkvöld lauk liðið fjögurra leikja ferðalagi um Vesturdeildina með góðum 102-97 sigri á Utah.

Cleveland tapaði fyrsta leiknum í ferðinni gegn LA Lakers en hefur síðan unnið þrjá í röð. Liðið hefur unnið 34 leiki og tapað aðeins 8 og hefur unnið 14 af 16 leikjum á móti liðum úr Vesturdeildinni.

LeBron James tryggði Cleveland sigur á Golden State með skoti um leið og leiktíminn rann út í síðasta leik, en hann þurfti ekki á slíkum hetjuskap að halda í nótt.

Hann átti hinsvegar stórleik með 33 stigum, 14 fráköstum og 9 stoðsendingum og var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná þriðju þrennu sinni í þessum mánuði. Paul Millsap var sterkur hjá Utah með 24 stig og 15 fráköst.

Orlando tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir grönnum sínum í Miami 103-97. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami en Dwight Howard var með 22 stig og 10 fráköst fyrir Orlando.

Philadelphia endurheimti Elton Brand úr meiðslum og sigraði New York 116-110. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York en Andre Iguodala 24 fyrir Philadlephia.

New Jersey lagði Memphis á útivelli 99-88, Milwaukee lagði Sacramento 106-104 og Portland lagði Washington 100-87.

Staðan í NBA



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×