Körfubolti

NBA í nótt: Sigur hjá Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe Bryant átti stórleik í gær eins og svo oft áður.
Kobe Bryant átti stórleik í gær eins og svo oft áður. Nordic Photos/Getty Images

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers vann þægilegan sigur á Oklahoma Thunder, 107-93.

Oklahoma náði aðeins að klóra í bakkann og gera leikinn spennandi í fjórða leikhluta en þá kom Kobe Bryant á vettvang og skoraði 10 stig á þremur mínútum og gerði út um leikinn. Lakers sem fyrr með besta árangurinn í deildinni.

Kobe var stigahæstur hjá Lakers með 36 stig og hann komst með stigunum í gær í nítjánda sæti yfir þá leikmenn sem hafa skorað mest í sögu NBA. Pau Gasol kom næstur með 14 stig. Kevin Durant var langöflugastur í liði Oklahoma með 32 stig.

San Antonio Spurs fór illa með Dallas Mavericks og rúllaði nágrönnum sínum upp, 93-76, þó svo Tim Duncan og Manu Ginobili hafi verið fjarri góðu gamni. Tony Parker fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var í fyrsta skipti sem Dallas skorar undir 80 stigum í vetur.

Úrslit næturinnar:

LA Lakers-Oklahome 107-93

San Antonio Spurs-Dallas 93-76

Toronto-Minnesota 118-110

Cleveland-Memphis 94-79

Miami-Detroit 103-91

Chicago-Orlando 120-102

Houston-Portland 98-94

Phoenix-Charlotte 112-102

Staðan í NBA-deildinni

 



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×