Körfubolti

NBA: Boston rétti úr kútnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Pierce skoraði 36 stig í nótt.
Paul Pierce skoraði 36 stig í nótt. Nordic Photos/Getty Images

Það eru mikil meiðsli í herbúðum meistara Boston Celtics þessa dagana og fimm menn frá. Það aftraði þeim þó ekki frá því að leggja Miami, sem var án Dwyane Wade, í framlengdum leik.

Paul Pierce og Rajon Rondo voru allt í öllu og skoruðu samtals 63 stig fyrir Celtics. Kevin Garnett missti af sínum þrettánda leik í röð fyrir meistarana. Ray Allen var einnig fjarri góðu gamni.

Það var líka mikil spenna í leik Houston og Detroit enda réðust úrslit ekki fyrr en eftir tvær framlengingar.

Yao Ming var með tvöfalda tvennu og Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Houston sem vann leikinn. Gengur því ekkert sem fyrr hjá Pistons þessa dagana.

Úrslit næturinnar:

Boston-Miami 112-108

Charlotte-Sacramento 104-88

Indiana-Portland 85-95

NY Knicks-NJ Nets 89-115

Oklahoma-Chicago 96-103

Memphis-Denver 109-111

New Orleans-Minnesota 94-93

Milwaukee-Orlando 80-106

Houston-Detroit 106-101

Phoenix-Philadelphia 126-116

LA Clippers-Washington 123-108

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×