Körfubolti

NBA í nótt: Cleveland vann Detroit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James fer hér framhjá Rodney Stuckey.
LeBron James fer hér framhjá Rodney Stuckey. Nordic Photos / Getty Images

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í gærkvöldi og nótt en Cleveland vann góðan útisigur á Detroit, 90-80.

LeBron James skoraði 33 stig í leiknum en miklu munaði um þá Mo Williams og Daniel Gibson.

Á meðan að James hvíldi í fjórða leikhluta skoruðu þeir sjálfir fimmtán stig gegn aðeins tveimur frá Detroit og komu Cleveland í fimm stiga forystu.

James kláraði svo leikinn með því að koma Cleveland níu stigum yfir er hann skoraði með sniðskoti auk þess sem hann setti bæði niður þrist og víti.

Allen Iverson skoraði 22 stig fyrir Detroit sem hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu tólf leikjum liðsins.

Boston vann Minnesota, 109-101, og þar með sinn ellefta sigur í röð. Paul Pierce var með 36 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Ray Allen var með 22 stig. Al Jefferson, sem kom til Minnesota frá Boston í skiptum fyrir Kevin Garnett á sínum tíma, skoraði 34 stig fyrir sína menn auk þess sem hann tók ellefu fráköst.

Orlando vann Toronto, 113-90, þar sem Dwight Howard var með 29 stig og fjórtán fráköst. Jameer Nelson skoraði átján stig og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð eftir að það tapaði tveimur í röð - fyrir Boston og Miami.

Sacramento vann Oklahoma City, 122-118, í framlengdum leik. Kevin Martin skoraði 37 stig og Bobby Jackson ellefu, þar af sex í framlengingunni. Þetta var fyrsti sigur liðsins í síðustu níu leikjum liðsins.

Staðan í deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×