Körfubolti

Vestrið vann örugglega - Kobe og Shaq bestir á ný

Shaq og Kobe taka við verðlaunum sínum
Shaq og Kobe taka við verðlaunum sínum Nordic Photos / Getty Images

Fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant fóru í nótt fyrir úrvalsliði Vesturdeildarinnar þegar það vann sigur á úrvali Austurdeildar í Stjörnuleiknum árlega í NBA.

Vesturliðið vann 146-119 sigur í Phoenix og vann auðveldan sigur eftir smá stam í byrjun. Kobe Bryant var stigahæsti maður vallarins með 27 stig en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig á aðeins 11 mínútum og voru þeir báðir útnefndir verðmætustu leikmenn Stjörnuleiksins.

Þeir félagar hafa hlotið þennan titil þrisvar hvor á ferlinum. Bob Pettit fékk hann fjórum sinnum á ferlinum og þeir Michael Jordan og Oscar Robertson þrisvar hvor.

LeBron James skoraði 20 stig fyrir austurliðið og þeir Paul Pierce og Dwyane Wade 18 hvor.

Shaquille O´Neal var að spila sinn 15. Stjörnuleik á ferlinum. Hann var ekki valinn í leikinn á síðustu leiktíð en tók þátt í fjórtan í röð árin þar á undan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×